Svarar gagnrýni Ítala 2. október 2008 07:00 Spike Lee Leikstjórinn hefur skoðanir á öllu milli himins og jarðar. Nýjasta mynd leikstjórans Spikes Lee, Miracle at St. Anna, er þegar farin að vekja nokkrar deilur þó að aðeins séu nokkrir dagar liðnir frá frumsýningu hennar í Bandaríkjunum um síðustu helgi og sé enn ekki komin í almennar sýningar í Evrópu. Myndin fjallar um þátttöku svartra, bandarískra hermanna í seinni heimsstyrjöldinni, en frægt er orðið hversu svekktur Lee var út í Clint Eastwood vegna þess hve lítinn gaum sá síðarnefndi gaf baráttu svartra hermanna í stríðsmyndum sínum Letters from Iwo Jima og Flags of our Fathers. Lee fékk hins vegar sjálfur á sig gagnrýni fyrir að fara frjálslega með staðreyndir þegar Miracle at St. Anna var frumsýnd í Róm nýverið. Í myndinni er því nefnilega haldið fram að andspyrnuhópur sem barðist á móti ítölskum fasisma hafi átt þátt í því að nasistar slátruðu um 560 óbreyttum ítölskum borgurum árið 1944. Eftirlifandi meðlimir andspyrnuhópsins segja þessa útgáfu Lees á staðreyndum helbera lygi og óttast hún leiði af sér endurskrifun sögunnar í hugum almennings. Í kjölfar lygaásakananna kom Lee fram á blaðamannafundi ásamt James McBride, handritshöfundi myndarinnar. McBride bað andspyrnumeðlimina afsökunar á því að hafa móðgað þá. „En atburðir seinni heimsstyrjaldarinnar tilheyra líka sögu Bandaríkjanna og ég varð að skrifa handritið út frá því sjónarhorni," bætti hann við. Lee lagði aftur á móti til atlögu við gagnrýnendur sína, eins og hans er von og vísa. „Ég ætla ekki að afsaka neitt," sagði hann. „Ég tel að þessi viðbrögð við myndinni sýni einfaldlega fram á að Ítalir eiga enn eftir að horfast í augu við ýmislegt í sinni eigin sögu. Að auki er þessi kvikmynd ekki heimildarmynd, heldur túlkun okkar á atburðunum sem áttu sér stað." - vþ Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Nýjasta mynd leikstjórans Spikes Lee, Miracle at St. Anna, er þegar farin að vekja nokkrar deilur þó að aðeins séu nokkrir dagar liðnir frá frumsýningu hennar í Bandaríkjunum um síðustu helgi og sé enn ekki komin í almennar sýningar í Evrópu. Myndin fjallar um þátttöku svartra, bandarískra hermanna í seinni heimsstyrjöldinni, en frægt er orðið hversu svekktur Lee var út í Clint Eastwood vegna þess hve lítinn gaum sá síðarnefndi gaf baráttu svartra hermanna í stríðsmyndum sínum Letters from Iwo Jima og Flags of our Fathers. Lee fékk hins vegar sjálfur á sig gagnrýni fyrir að fara frjálslega með staðreyndir þegar Miracle at St. Anna var frumsýnd í Róm nýverið. Í myndinni er því nefnilega haldið fram að andspyrnuhópur sem barðist á móti ítölskum fasisma hafi átt þátt í því að nasistar slátruðu um 560 óbreyttum ítölskum borgurum árið 1944. Eftirlifandi meðlimir andspyrnuhópsins segja þessa útgáfu Lees á staðreyndum helbera lygi og óttast hún leiði af sér endurskrifun sögunnar í hugum almennings. Í kjölfar lygaásakananna kom Lee fram á blaðamannafundi ásamt James McBride, handritshöfundi myndarinnar. McBride bað andspyrnumeðlimina afsökunar á því að hafa móðgað þá. „En atburðir seinni heimsstyrjaldarinnar tilheyra líka sögu Bandaríkjanna og ég varð að skrifa handritið út frá því sjónarhorni," bætti hann við. Lee lagði aftur á móti til atlögu við gagnrýnendur sína, eins og hans er von og vísa. „Ég ætla ekki að afsaka neitt," sagði hann. „Ég tel að þessi viðbrögð við myndinni sýni einfaldlega fram á að Ítalir eiga enn eftir að horfast í augu við ýmislegt í sinni eigin sögu. Að auki er þessi kvikmynd ekki heimildarmynd, heldur túlkun okkar á atburðunum sem áttu sér stað." - vþ
Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira