Lífið

Benedikt Lafleur reynir við Ermarsund í þriðja sinn

„Maður gefst ekkert upp," segir Benedikt Lafleur sundkappi, sem ætlar í nótt að gera sína þriðju tilraun til að synda yfir Ermarsundið. Benedikt leggur af stað klukkan þrjú í nótt frá Dover á Englandi og vonast til að lenda í Calais í Frakklandi síðdegis á morgun. „Það væri draumur að komast þetta á 16-18 tímum," segir Benedikt, en bætir við að ekkert sé gefið í þessum efnum, og hann búi sig undir að vera allt að sólarhring á leiðinni.

Í fyrstu ferð Benedikts var arfaslæmt veður, og þurfti hann frá að hverfa áður en hann svo mikið sem vætti tærnar. Í annarri tilraun sinni síðasta sumar gekk sundið vel þangað til hann var kominn að strönd Frakklands þar sem hann lenti í sterkum straumum og hvassviðri. Eftir 21 klukkutíma á sundi þurfti hann að gefast upp, þá örþreyttur. „Maður er reynslunni ríkari," segir Benedikt, sem segist nú þekkja aðstæður og strauma betur. Hann reiknar því með því að þetta hafist í þetta sinn.

Sundið er sem fyrr tileinkað baráttunni gegn mansali, og bendir Benedikt þeim sem vilja styðja framtakið á reikningsnúmer sitt: 310-26-65040, kennitala: 650405-1880.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.