Árituðu ólöglegar plötur 13. nóvember 2008 03:15 Hljómsveitin Mezzoforte, sem hefur verið starfandi í 31 ár, er nýkomin heim frá Hvíta-Rússlandi. Hljómsveitin Mezzoforte er nýkomin heim frá Minsk í Hvíta-Rússlandi þar sem hún spilaði í fyrsta sinn á ferli sínum. Tónleikahöllin í borginni tekur tvö þúsund manns í sæti og var fullt út úr dyrum. „Þetta var alveg frábært. Þetta er nýjasta landið í safnið hjá okkur. Þau hafa verið að bætast við, austantjaldslöndin, eitt af öðru sem við komumst aldrei til í gamla daga vegna járntjaldsins," segir Eyþór Gunnarsson, meðlimur Mezzoforte. „Það voru rosafínar viðtökur sem við fengum. Við erum alltaf svolítið hissa að koma til nýrra landa og átta okkur á því hvað þetta hefur farið víða." Að sögn Eyþórs biðu aðdáendur Mezzoforte í löngum biðröðum eftir tónleikana til að fá eiginhandaráritanir hjá þeim. Margir voru með ólöglegar bootleg-útgáfur af plötum sveitarinnar, sem þeir árituðu engu að síður. „Fólkið er ónæmt fyrir þessu og finnst þetta bara eðlilegt. Það kemur bara með bootleg-plöturnar og finnst það eðlilegt." Tónleikarnir í Hvíta-Rússlandi voru þeir síðustu í tónleikaferð Mezzoforte til að kynna nýjan DVD-mynddisk sem var tekinn upp á afmælistónleikum í Borgarleikhúsinu í fyrra. Þar lék tíu manna viðhafnarútgáfa af sveitinni tuttugu lög á tveggja tíma tónleikum. Næstu tónleikar Mezzoforte erlendis eru fyrirhugaðir í Þýskalandi í mars á næsta ári og þangað til fá þeir félagar góðan tíma til að hlaða batteríin. - fb Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hljómsveitin Mezzoforte er nýkomin heim frá Minsk í Hvíta-Rússlandi þar sem hún spilaði í fyrsta sinn á ferli sínum. Tónleikahöllin í borginni tekur tvö þúsund manns í sæti og var fullt út úr dyrum. „Þetta var alveg frábært. Þetta er nýjasta landið í safnið hjá okkur. Þau hafa verið að bætast við, austantjaldslöndin, eitt af öðru sem við komumst aldrei til í gamla daga vegna járntjaldsins," segir Eyþór Gunnarsson, meðlimur Mezzoforte. „Það voru rosafínar viðtökur sem við fengum. Við erum alltaf svolítið hissa að koma til nýrra landa og átta okkur á því hvað þetta hefur farið víða." Að sögn Eyþórs biðu aðdáendur Mezzoforte í löngum biðröðum eftir tónleikana til að fá eiginhandaráritanir hjá þeim. Margir voru með ólöglegar bootleg-útgáfur af plötum sveitarinnar, sem þeir árituðu engu að síður. „Fólkið er ónæmt fyrir þessu og finnst þetta bara eðlilegt. Það kemur bara með bootleg-plöturnar og finnst það eðlilegt." Tónleikarnir í Hvíta-Rússlandi voru þeir síðustu í tónleikaferð Mezzoforte til að kynna nýjan DVD-mynddisk sem var tekinn upp á afmælistónleikum í Borgarleikhúsinu í fyrra. Þar lék tíu manna viðhafnarútgáfa af sveitinni tuttugu lög á tveggja tíma tónleikum. Næstu tónleikar Mezzoforte erlendis eru fyrirhugaðir í Þýskalandi í mars á næsta ári og þangað til fá þeir félagar góðan tíma til að hlaða batteríin. - fb
Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira