Innlent

Átján ára stöðvaður tvisvar á rúmlega sólarhring

MYND/Guðmundur

Piltur á átjánda ári var stöðvaður af lögreglunni í Borgarnesi í nótt vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Það er í annað sinn á rúmum sólarhring sem hann er stöðvaður vegna gruns um slíka iðju.

Pilturinn var fyrst stöðvaður af lögreglunni í Borgarnesi í fyrrinótt og taldi lögreglan hann þá vera undir áhrifum fíkniefna. Hann var fluttur á lögreglustöðina en sleppt að lokinni skýrslutöku. Pilturinn virðist lítið hafa látið atvikið á sig fá því í nótt var hann aftur stöðvaður af lögreglunni og var þá einnig grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Pilturinn sem búsettur er í héraðinu var stöðvaður í reglubundnu eftirliti lögreglu en hann var á öðrum bíl í nótt en í fyrra skiptið og átti hvorugan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×