Innlent

Skráðum trúfélögum fjölgar talsvert

Samkvæmt tölum sem Hagstofan hefur tekið saman hefur skráðum trúfélögum fjölgað talsvert á undanförnum árum. Skráð trúfélög utan þjóðkirkju og fríkirkjusafnaða eru nú 26 en voru 10 árið 1990.

Þessum trúfélögum tilheyra 5,4% íbúa, samanborið við 2,3% árið 1990. Flest trúfélög utan Þjóðkirkjunnar og fríkirkjusafnaðanna eru smá og einungis þrjú telja fleiri en 1.000 meðlimi. Kaþólska kirkjan er langfjölmennast þeirra með tæplega 8.000 meðlimi.

Á sama tíma hefur skráðum meðlimum þjóðkirkjunnar fækkað úr 92,6% landsmanna niður í tæp 81%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×