Lífið

Nú langar Bond að lemja ljósmyndara

Óli Tynes skrifar
Brosnan og Keely Shaye á Hawaii.
Brosnan og Keely Shaye á Hawaii.

Pierce Brosnan var á Hawaii í vikunni, ásamt fjölskyldu sinni. Og undi hag sínum vel. Kannski hefur hann verið að halda uppá að saksóknari í Los Angeles ákvað að ekki væri ástæða til að höfða mál á hendur honum fyrir að berja ljósmyndara.

Hinn fyrrverandi James Bond var sakaður um að hafa gefið papparassi á kjaftinn í verslunarmiðstöð á Malibu ströndinni.

Nú þykir sjálfsagt einhverjum að það ætti ekki að vera saknæmt að kýla papparassa. Það var þó ekki þess vegna sem saksóknarinn ákvað að láta málið falla niður, heldur vegna þess að honum þótti sönnunargögnin ekki vera næg.

Ekki er ólíklegt að Brosnan vildi líka kýla ljósmyndarann sem tók meðfylgjandi mynd á Hawaii. Sjálfur er 007 í fínu formi. En með myndinni af konu hans, Keely Shaye Smith, fór ljósmyndarinn í orðaleik. Hann sagði að þau hjónin hafi átt "a whale of a time."

Og til að nudda salti í sárinn birti hann mynd af Keely Shaye frá því þau Brosnan hittust fyrst. Hún var þá ívið grennri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×