Innlent

Víkurskarð lokað og stórhríð á Norðausturlandi

Víkurskarð er nú lokað að sögn Vegagerðarinnar en illviðri hefur geisað á Norðausturlandi í kvöld með stórhríð á Tjörnesi og í kringum Húsavík.



Á Suðurlandi er hálka og skafrenningur víða. Á Sandskeiði, Þrengslum og Hellisheiði er hálka og skafrenningur og á Reykjanesbraut er hálka.

Á Vesturlandi er víða snjóþekja, hálka og éljagangur. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er hálka, snjóþekja, éljagangur og skafrenningur víða. Hálka er á Steingrímsfjarðarheiði, þæfingur og skafrenningur á Eyrarfjalli. Hálka og éljagangur er Kleifaheiði.

Á Norðurlandi er hálka, snjóþekja, éljagangur og snjókoma víða. Hálka er á Öxnadalsheiði.

Á Norðausturlandi er hálka, snjóþekja, éljagangur og skafrenningur.

Stórhríð er á Tjörnesi og í kringum Húsavík. Flughált er frá Þórshöfn og áleiðis að Raufarhöfn. Óveður er á milli Vopnafjarðar og Raufarhafnar.

Á Austurlandi er hálka og skafrenningur. Snjóþekja er á Breiðdalsheiði.

Ófært er á Öxi. Á Suðausturlandi er hálka og snjóþekja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×