Innlent

Blæs til sóknar gegn handrukkurum

Faðir átján ára drengs sem var fórnarlamb handrukkara hefur ákveðið að blása til sóknar gegn fíkniefnaneyslu og handrukkurum í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hann segir íbúum í Voga í gíslingu misindismanna.

Ragnar Óskarsson ákvað að leita til lögreglunnar eftir að nokkrir menn réðust inn á heimili hans og hótuðu syni hans. Ragnar óskaði eftir því að borgarafundur yrði haldinn í Vogum vegna þeirrar ógnar sem íbúum þar stafar af fíkniefnaneytendum og handrukkurum. Fundurinn verður haldinn næsta mánudag. Ragnar segir að ástandið í bænum sé slæmt, þar séu 10 til 15 menn sem haldi byggðarlaginu í gíslingu. Hann ber miklar vonir til borgarafundarins.

Í fréttaskýringarþættinum Kompási næsta þriðjudag er fylgst með baráttu Ragnars og fjölskyldu hans við handrukkarana þar sem meðal annars er notast við faldar myndavélar. Kompás óskar eftir upplýsingum frá almenningi um þessi mál í gegnum fréttasíðu þáttarins á visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×