Innlent

Ekkert uppnám í lóðamálum Hólmsheiðarfangelsis

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. MYND/GVA

Svandís Svavarsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir ekkert hæft í því að lóðamál fyrirhugaðs fangelsis á Hólmsheiði séu í uppnámi eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði á Alþingi í dag.

„Við erum að ganga frá skipulagi sem auglýst var í tíð síðasta meirihluta," segir Svandís. „Við munum síðan í framhaldinu fara í það að úthluta lóðum og við höfum verið í góðu samstarfi við Fangelsismálastofnun í því sambandi en formlegar viðræður geta augljóslega ekki hafist fyrr en búið er að ganga frá skipulaginu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×