Innlent

Hátt í 30 þúsund ökutæki nýskráð í fyrra

MYND/GVA

 

 

Rúmlega 29.800 ökutæki voru nýskráð hér á landi á síðasta ári samkvæmt samantekt Umferðarstofu.

Í tilkynningu frá stofunni segir einnig að þetta sé rúmlega þriggja prósenta aukning frá árinu 2006 en þá voru rúmlega 28.800 bílar nýskráðir á Íslandi.

Umferðarstofa bendir enn fremur á að á milli áranna 2005 og 2006 fækkaði nýskráðum ökutækjum en árið 2005 voru 30.630 ökutæki nýskráð og er það mesti fjöldi nýskráninga á einu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×