Innlent

Ný löggustöð og nýtt fangelsi í sama húsinu?

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er á þeirri skoðun að kanna skuli til hlítar hvort sameina megi byggingu fyrirhugaðs fangelsis á höfuðborgarsvæðinu við byggingu nýrra höfuðstöðva lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á Alþingi í morgun.

Siv spurði í óundirbúinni fyrirspurn hvort væri framar í forgangsröðinni, nýtt fangelsi á Hólmsheiði eða nýjar höfuðstöðvar Lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu. Björn svaraði því til að óvissa ríkti með fangelsi á Hólmsheiði í ljósi hugmynda um uppbyggingu flugvallar á svæðinu. Björn sagði að þau mál væru í skoðun hjá ráðuneytinu. Björn sagðist hins vegar að skoða eigi hvort ekki sé hægt að sameina þessar tvær byggingar í eina. í nýjum höfuðstöðvum lögreglunnar verði því fangelsi, þó minna í sniðum en það sem fyrirhugað var að reisa á Hólmsheiði.

Í staðinn yrði aðstaðan á Litla-Hrauni stækkuð meira en hingað til hefur staðið til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×