Innlent

Bjarni Sæmundsson leitar að loðnu á Grænlandssundi

MYND/365

Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hélt aftur út til loðnuleitar frá Ísafirði í gærkvöldi eftir að hafa legið í höfn í hálfan annan sólarhring vegna brælu.

Skipið er nú statt um 40 sjómílur vestur af Látrabjargi og mun næstu daga leita á Grænlandssundi. Engin loðna hefur enn fundist úti fyrir Vestfjörðum að sögn Sveins Sveinbjörnssonar leiðangursstjóra.

Skipið var áður búið að þræða líklegustu mið úti fyrir Austur- og Norðurlandi og hefur aðeins ein lítil loðnuganga fundist fram til þessa út af austanverðu Norðurlandi en sú ganga er nú austur af Langanesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×