Innlent

Blaðamannafélagið segir nýlega dóma þrengja að tjáningarfrelsi

Arna Schram er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Arna Schram er formaður Blaðamannafélags Íslands.

Án tjáningarfrelsis er engin leið að tryggja að annarra mannréttinda sé gætt. Því er tjáningarfrelsi forsenda þess að almennt lýðfrelsi ríki. Þetta segir í ályktun sem Blaðamannafélagið hefur sent frá sér.

„Undanfarið hafa fallið dómar sem þrengja mjög að tjáningarfrelsi og byggja á mjög þröngri túlkun dómstóla á því sem getur kallast eðlileg umræða í lýðræðisþjóðfélagi. Í þessum dómum birtist mjög neikvæð sýn á tjáningarfrelsi og þeim sjónarmiðum sem að baki því liggja," segir í ályktun félagsins.

Félagið varar við þessari þróun og brýnir dómstóla landsins að kynna sér alþjóðlega dómaframkvæmd á því sviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×