Innlent

Ríkisendurskoðun segir gæðaeftirlit með grunnskólum ábótavant

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra þarf að setja skýr markmið varðandi grunnskólann og viðmið um árangur.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra þarf að setja skýr markmið varðandi grunnskólann og viðmið um árangur.

Gæðaöryggi er að mörgu leyti ábótavant í íslensku grunnskólakerfi, segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt. Vísbendingar séu til dæmis um að árangur nemenda í tilteknum skólum sé endurtekið langt undir meðaltali á samræmdum prófum. Lögum samkvæmt skuli menntamálaráðuneytið hafa eftirlit með þessu en mikið skortir á að gripið sé til aðgerða þegar úrbóta er þörf.

Ríkisendurskoðun telur að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga gæti nýst í því ferli, til dæmis með því að veita framlög sem taki mið af „þyngd" skólasvæða eða með úrbótum í gæðamálum. Hingað til hafi sjóðurinn ekki verið nýttur á þennan hátt. Þá telur Ríkisendurskoðun nauðsynlegt að menntamálaráðuneytið setji skýr markmið varðandi grunnskólann og viðmið um árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×