Innlent

Sundabraut í göng er eina leiðin

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. Vilhelm

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að fyrirhuguð Sundabraut verði lögð í göngum frá Lauganesi og yfir í Gufunes. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs segir að með þessu hafi borgarráðsmenn viljað hnykkja á þeirri afstöðu sem lengi hefur legið fyrir að kjörnir fulltrúar borgarinnar vilji göng en ekki veg.

„Það ríkir þverpólítískur vilji fyrir því að fara þessa leið í borginni," segir Björn Ingi en tillagan var samþykkt einróma á fundinum. „Síðast í gær var samgönguráðherra að tala á þeim nótum að það lægi ekki enn fyrir hvað borgin vildi í þessum efnum þannig að okkur fannst rétt að ítreka þessa afstöðu okkar," segir Björn Ingi.

Verkefnið er samvinnuverkefni borgarinnar og ríkisins og hefur Vegagerðin gefið það út að svokölluð eyjaleið sé betri og ódýrari kostur en göng. Björn Ingi efast hins vegar um að útreikningar Vegagerðarinnar stemmi. „Í fyrsta lagi efumst við um að kostnaðartölur varðandi göngin stemmi. Í öðru lagi er sá kostnaður sem Vegagerðin nefnir í sambandi við eyjaleiðina örugglega vanreiknaður auk þess sem við teljum hann einfaldlega ekki tækan. Sú leið rýrir meðal annars lífsgæði íbúa á þessum svæði og umferðarlega séð er hann verri. Hann er því varla samanburðarhæfur við göng að okkar mati."

Björn Ingi segir vissulega rétt að verkefnið verði kostnaðarsamt verði farið í jarðgangaagerð. „Það verður líka að líta til þess hve mikil samgöngubót þetta verkefni verður auk þess sem aðrbærara samgönguverkefni er vandfundið," segir Björn Ingi Hrafnsson, formaður Borgaráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×