Innlent

Aðgerðir Breta gegn Landsbanka ræddar á Evrópuþinginu

Aðgerðir breskra stjórnvalda gegn Landsbankanum í Bretlandi verða teknar til umræðu hjá Evrópuráðsþinginu. Í tilkynningu frá Alþingi segirað á á fundi framkvæmdastjórnar Evrópuráðsþingsins í dag hafi verið samþykkt beiðni þingmannasendinefndar Íslands um að taka til umræðu á stjórnarnefndarfundi Evrópuráðsþingsins, sem fer fram á morgun, aðgerðir breskra stjórnvalda gagnvart íslenskum bönkum þar í landi og tilheyrandi yfirlýsingar breskra ráðamanna í fjölmiðlum."

Beiðnin var lögð fram í nafni bæði aðal- og varamanna sem eiga sæti í sendinefnd Alþingis á Evrópuráðsþinginu en flutningsmaður beiðninnar var Steingrímur J. Sigfússon sem situr fundinn í Madríd fyrir hönd Alþingis.

„Beiting hryðjuverkalöggjafar Bretlands í tilviki Landsbankans og aðgerðir breskra stjórnvalda gagnvart Kaupþingi verða teknar til umræðu í ljósi afleiðinga þeirra aðgerða fyrir íslenska fjármálakerfið, fyrirtæki og hagkerfið í heild. Þá verður athyglinni sérstaklega beint að hugsanlegri misbeitingu bresku hryðjuverkalaganna og þess slæma fordæmisgildis sem af beitingu slíkra laga getur almennt hlotist þegar gripið er til þeirra í öðrum tilvikum en þeim þar sem raunverulega er um að ræða baráttuna gegn hryðjuverkum."

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.