Innlent

Jón Gerald á leið til Strassbourgar

Jón Gerald Sullenberger
Jón Gerald Sullenberger

Brynjar Níelsson lögmaður Jóns Geralds Sullenberger var rétt búinn að kíkja á niðurstöðu Hæstaréttar þegar Vísir náði af honum tali fyrir stundu. Hann segir að næst á dagskrá sé að fara með málið til Strassbourgar.

„Þarna er vitnað í dóm Héraðsdóms um að reikningurinn hafi verið tilhæfulaus og mönnum hafi mátt það vera ljóst. Síðan er bara stoppað og ekkert fjallað meira um það, mér finnst það nokkuð snubbótt," segir Brynjar en 3 mánaða skilorsbundinn dómur Héraðsdóms yfir Jóni Geraldi var staðfestur af Hæstarétti.

Brynjar segist alveg eins hafa átt von á þessari niðurstöðu en hefði viljað sjá Hæstarétt tækla „fyrningu" og „lögsögu" eins og hann orðar það.

Að öðru leyti hafði hann lítið um niðurstöðuna að segja en sagði næst á dagskrá hjá skjólstæðingi sínum að fara með málið til Strassbourgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×