Kvótalaus skipstjóri sýknaður í Genf Breki Logason skrifar 10. janúar 2008 14:04 „Það eru átján nefndarmenn sem dæma í málinu og tólf af þeim dæma okkur í hag. Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður yfir því," segir Örn Sveinsson stýrimaður og fyrrum skipstjóri á Sveini Sveinssyni BA 325 frá Patreksfirði. Stutt er síðan dómur í máli Arnar og íslenska ríkisins féll hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf. Örn var ekki búinn að sjá dóminn þegar Vísir náði af honum tali en það liggur þó fyrir að málið er unnið. Áður hafði Örn tapað málinu í héraði en hann hafði farið á veiðar kvótalaus árið 2001. „Hæstiréttur staðfesti síðan dóm héraðsdóms, án þess svo nokkuð sem líta á hann. Við ákváðum þá að fara með þetta alla leið og niðurstaðan úr því er að koma núna," segir Örn sem vandar ekki ráðamönnum þjóðarinnar kveðjurnar. „Sjávarútvegs, fjármála- eða jafnvel forsætisráðherra ættu kannski að stæra sig af þessu afreki. Þeir eru nú að sækjast eftir sæti í öryggisráðinu og þetta hlýtur að mæla með því að svona land eigi erindi þangað," segir Örn og hlær. Sagan á bakvið gjörning Sveins Sveinssonar átti sér nokkurn aðdraganda. Þegar kvótakerfið var sett á var Örn skipstjóri á Tálknafirði og síðar stýrimaður hér og þar. „Ég var síðan orðinn leiður á því og kaupi bát með félaga mínum ásamt mági hans. Það var þessi umræddi Sveinn Sveinsson og sæki ég um kvóta byggðan á minni aflareynslu," segir Örn sem gerði sér grein fyrir að þeirri beiðni yrði líklega hafnað. „Til vara sæki ég því um að við fengjum að veiða í þrjú ár eins og okkur lysti og það yrði síðan varanlegur kvóti bátsins. Því er síðan líka neitað." Þá ákváðu þremmenningarnir að fara á þennan svokallað leigumarkað sem sífellt er að þrengjast að sögn Arnar. „Síðan var engin grundvöllur fyrir því að vera þar mikið lengur og báturinn orðinn nánast verðlaus. Þá legg ég til að eini sjénsinn okkar sé að fara bara og veiða kvótalaus. Það var nú bara annar þeirra sem þorði að taka þátt í þessu með mér," segir Örn en þeir munu sjálfir hafa tilkynnt stjórnvöldum um áform sín. Félagarnir eru síðan gripnir eftir nokkra túra en fyrsti kvótalausi túrinn á Sveini Sveinssyni var farinn þann 11.septmeber 2001. „Þó minnið hjá mér sé orðið frekar slappt þá man ég eftir þessari dagsetningu." Í kjölfarið hefst sú atburðarrásin sem rakin er hér að ofan. Örn sem nú starfar sem stýrimaður á skipi Þörungarverksmiðjunnar á Reykhólum segir að aldrei hafi komið til greina að gefa eftir í þessu máli. „En þegar allar eignir manns eru komnar á uppboð þá er maður ekki rólegur. Ég hef aðeins smakkað á því, spilin hafa hinsvegar snúist við og nú skulu aðrir fá að skjálfa." Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
„Það eru átján nefndarmenn sem dæma í málinu og tólf af þeim dæma okkur í hag. Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður yfir því," segir Örn Sveinsson stýrimaður og fyrrum skipstjóri á Sveini Sveinssyni BA 325 frá Patreksfirði. Stutt er síðan dómur í máli Arnar og íslenska ríkisins féll hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf. Örn var ekki búinn að sjá dóminn þegar Vísir náði af honum tali en það liggur þó fyrir að málið er unnið. Áður hafði Örn tapað málinu í héraði en hann hafði farið á veiðar kvótalaus árið 2001. „Hæstiréttur staðfesti síðan dóm héraðsdóms, án þess svo nokkuð sem líta á hann. Við ákváðum þá að fara með þetta alla leið og niðurstaðan úr því er að koma núna," segir Örn sem vandar ekki ráðamönnum þjóðarinnar kveðjurnar. „Sjávarútvegs, fjármála- eða jafnvel forsætisráðherra ættu kannski að stæra sig af þessu afreki. Þeir eru nú að sækjast eftir sæti í öryggisráðinu og þetta hlýtur að mæla með því að svona land eigi erindi þangað," segir Örn og hlær. Sagan á bakvið gjörning Sveins Sveinssonar átti sér nokkurn aðdraganda. Þegar kvótakerfið var sett á var Örn skipstjóri á Tálknafirði og síðar stýrimaður hér og þar. „Ég var síðan orðinn leiður á því og kaupi bát með félaga mínum ásamt mági hans. Það var þessi umræddi Sveinn Sveinsson og sæki ég um kvóta byggðan á minni aflareynslu," segir Örn sem gerði sér grein fyrir að þeirri beiðni yrði líklega hafnað. „Til vara sæki ég því um að við fengjum að veiða í þrjú ár eins og okkur lysti og það yrði síðan varanlegur kvóti bátsins. Því er síðan líka neitað." Þá ákváðu þremmenningarnir að fara á þennan svokallað leigumarkað sem sífellt er að þrengjast að sögn Arnar. „Síðan var engin grundvöllur fyrir því að vera þar mikið lengur og báturinn orðinn nánast verðlaus. Þá legg ég til að eini sjénsinn okkar sé að fara bara og veiða kvótalaus. Það var nú bara annar þeirra sem þorði að taka þátt í þessu með mér," segir Örn en þeir munu sjálfir hafa tilkynnt stjórnvöldum um áform sín. Félagarnir eru síðan gripnir eftir nokkra túra en fyrsti kvótalausi túrinn á Sveini Sveinssyni var farinn þann 11.septmeber 2001. „Þó minnið hjá mér sé orðið frekar slappt þá man ég eftir þessari dagsetningu." Í kjölfarið hefst sú atburðarrásin sem rakin er hér að ofan. Örn sem nú starfar sem stýrimaður á skipi Þörungarverksmiðjunnar á Reykhólum segir að aldrei hafi komið til greina að gefa eftir í þessu máli. „En þegar allar eignir manns eru komnar á uppboð þá er maður ekki rólegur. Ég hef aðeins smakkað á því, spilin hafa hinsvegar snúist við og nú skulu aðrir fá að skjálfa."
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira