Kvótalaus skipstjóri sýknaður í Genf Breki Logason skrifar 10. janúar 2008 14:04 „Það eru átján nefndarmenn sem dæma í málinu og tólf af þeim dæma okkur í hag. Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður yfir því," segir Örn Sveinsson stýrimaður og fyrrum skipstjóri á Sveini Sveinssyni BA 325 frá Patreksfirði. Stutt er síðan dómur í máli Arnar og íslenska ríkisins féll hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf. Örn var ekki búinn að sjá dóminn þegar Vísir náði af honum tali en það liggur þó fyrir að málið er unnið. Áður hafði Örn tapað málinu í héraði en hann hafði farið á veiðar kvótalaus árið 2001. „Hæstiréttur staðfesti síðan dóm héraðsdóms, án þess svo nokkuð sem líta á hann. Við ákváðum þá að fara með þetta alla leið og niðurstaðan úr því er að koma núna," segir Örn sem vandar ekki ráðamönnum þjóðarinnar kveðjurnar. „Sjávarútvegs, fjármála- eða jafnvel forsætisráðherra ættu kannski að stæra sig af þessu afreki. Þeir eru nú að sækjast eftir sæti í öryggisráðinu og þetta hlýtur að mæla með því að svona land eigi erindi þangað," segir Örn og hlær. Sagan á bakvið gjörning Sveins Sveinssonar átti sér nokkurn aðdraganda. Þegar kvótakerfið var sett á var Örn skipstjóri á Tálknafirði og síðar stýrimaður hér og þar. „Ég var síðan orðinn leiður á því og kaupi bát með félaga mínum ásamt mági hans. Það var þessi umræddi Sveinn Sveinsson og sæki ég um kvóta byggðan á minni aflareynslu," segir Örn sem gerði sér grein fyrir að þeirri beiðni yrði líklega hafnað. „Til vara sæki ég því um að við fengjum að veiða í þrjú ár eins og okkur lysti og það yrði síðan varanlegur kvóti bátsins. Því er síðan líka neitað." Þá ákváðu þremmenningarnir að fara á þennan svokallað leigumarkað sem sífellt er að þrengjast að sögn Arnar. „Síðan var engin grundvöllur fyrir því að vera þar mikið lengur og báturinn orðinn nánast verðlaus. Þá legg ég til að eini sjénsinn okkar sé að fara bara og veiða kvótalaus. Það var nú bara annar þeirra sem þorði að taka þátt í þessu með mér," segir Örn en þeir munu sjálfir hafa tilkynnt stjórnvöldum um áform sín. Félagarnir eru síðan gripnir eftir nokkra túra en fyrsti kvótalausi túrinn á Sveini Sveinssyni var farinn þann 11.septmeber 2001. „Þó minnið hjá mér sé orðið frekar slappt þá man ég eftir þessari dagsetningu." Í kjölfarið hefst sú atburðarrásin sem rakin er hér að ofan. Örn sem nú starfar sem stýrimaður á skipi Þörungarverksmiðjunnar á Reykhólum segir að aldrei hafi komið til greina að gefa eftir í þessu máli. „En þegar allar eignir manns eru komnar á uppboð þá er maður ekki rólegur. Ég hef aðeins smakkað á því, spilin hafa hinsvegar snúist við og nú skulu aðrir fá að skjálfa." Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
„Það eru átján nefndarmenn sem dæma í málinu og tólf af þeim dæma okkur í hag. Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður yfir því," segir Örn Sveinsson stýrimaður og fyrrum skipstjóri á Sveini Sveinssyni BA 325 frá Patreksfirði. Stutt er síðan dómur í máli Arnar og íslenska ríkisins féll hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf. Örn var ekki búinn að sjá dóminn þegar Vísir náði af honum tali en það liggur þó fyrir að málið er unnið. Áður hafði Örn tapað málinu í héraði en hann hafði farið á veiðar kvótalaus árið 2001. „Hæstiréttur staðfesti síðan dóm héraðsdóms, án þess svo nokkuð sem líta á hann. Við ákváðum þá að fara með þetta alla leið og niðurstaðan úr því er að koma núna," segir Örn sem vandar ekki ráðamönnum þjóðarinnar kveðjurnar. „Sjávarútvegs, fjármála- eða jafnvel forsætisráðherra ættu kannski að stæra sig af þessu afreki. Þeir eru nú að sækjast eftir sæti í öryggisráðinu og þetta hlýtur að mæla með því að svona land eigi erindi þangað," segir Örn og hlær. Sagan á bakvið gjörning Sveins Sveinssonar átti sér nokkurn aðdraganda. Þegar kvótakerfið var sett á var Örn skipstjóri á Tálknafirði og síðar stýrimaður hér og þar. „Ég var síðan orðinn leiður á því og kaupi bát með félaga mínum ásamt mági hans. Það var þessi umræddi Sveinn Sveinsson og sæki ég um kvóta byggðan á minni aflareynslu," segir Örn sem gerði sér grein fyrir að þeirri beiðni yrði líklega hafnað. „Til vara sæki ég því um að við fengjum að veiða í þrjú ár eins og okkur lysti og það yrði síðan varanlegur kvóti bátsins. Því er síðan líka neitað." Þá ákváðu þremmenningarnir að fara á þennan svokallað leigumarkað sem sífellt er að þrengjast að sögn Arnar. „Síðan var engin grundvöllur fyrir því að vera þar mikið lengur og báturinn orðinn nánast verðlaus. Þá legg ég til að eini sjénsinn okkar sé að fara bara og veiða kvótalaus. Það var nú bara annar þeirra sem þorði að taka þátt í þessu með mér," segir Örn en þeir munu sjálfir hafa tilkynnt stjórnvöldum um áform sín. Félagarnir eru síðan gripnir eftir nokkra túra en fyrsti kvótalausi túrinn á Sveini Sveinssyni var farinn þann 11.septmeber 2001. „Þó minnið hjá mér sé orðið frekar slappt þá man ég eftir þessari dagsetningu." Í kjölfarið hefst sú atburðarrásin sem rakin er hér að ofan. Örn sem nú starfar sem stýrimaður á skipi Þörungarverksmiðjunnar á Reykhólum segir að aldrei hafi komið til greina að gefa eftir í þessu máli. „En þegar allar eignir manns eru komnar á uppboð þá er maður ekki rólegur. Ég hef aðeins smakkað á því, spilin hafa hinsvegar snúist við og nú skulu aðrir fá að skjálfa."
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira