Vilja að Vilhjálmur víki 9. febrúar 2008 18:33 Upplausnarástand ríkir nú innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna og óvissa um framtíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita flokksins. Þær raddir gerast háværari innan flokksins að Vilhjálmur víki til hliðar. Staða Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna hefur veikst dag frá degi eftir að skýrsla stýrihóps borgarráðs um málefni REI og Orkuveituna var birt opinberlega á fimmtudaginn. Óljósar yfirlýsingar Vilhjálms í tengslum við álit borgarlögmanns varðandi umboða hans til að samþykkja samruna REI og Geysis Green Energy hafa átt sinn þátt í því að veikja stöðu hans ennfrekar. Þær raddir gerast nú háværari innan Sjálfstæðisflokksins að Vilhjálmur verði að stíga til hliðar. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er vonast til þess að Vilhjálmur taki þá ákvörðun sjálfur en ekki liggur fyrir hvort hann sé reiðubúinn til þess. Málið er á mjög viðkvæmu stigi og hefur gengið erfiðlega að ná tali af borgarfulltrúum flokksins í dag. Hafa þeir hvorki svarað símtölum né skilaboðum. Fréttastofa náði þó tali af tveimur sem treysta sér hvorki til að lýsa yfir stuðningi við Vilhjálm né tjá sig frekar um málið. Í 24 stundum í dag er hins vegar haft eftir Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa sjálfstæðismanna, að hún treystir sér ekki til fullyrða að Vilhjálmur eigi afturkvæmt í borgarstjórastólinn. Að sögn heimildarmanna fréttastofu er almennt litið til Geirs H. Haarde til að binda enda á það óvissuástand sem nú ríkir innan borgarstjórnarflokksins. Hann vildi þó ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Samkvæmt heimildum er þó líklegt að málið munið skýrast fljótlega á næstu dögum. Fari svo að Vilhjálmur víki er ekki ósennilegt að við taki valdabarátta innan borgastjórnarflokks sjálfstæðismanna. Eru Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson helst nefnd í því samhengi en einnig hefur nafn Júlíusar Vífils borið á góma. Þá er einnig óljóst hvaða áhrif þetta mun hafa á meirihlutasamstarfið í borginni. Ekki náðist í Vilhjálm Þ.Vilhjálmsson í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Upplausnarástand ríkir nú innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna og óvissa um framtíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita flokksins. Þær raddir gerast háværari innan flokksins að Vilhjálmur víki til hliðar. Staða Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna hefur veikst dag frá degi eftir að skýrsla stýrihóps borgarráðs um málefni REI og Orkuveituna var birt opinberlega á fimmtudaginn. Óljósar yfirlýsingar Vilhjálms í tengslum við álit borgarlögmanns varðandi umboða hans til að samþykkja samruna REI og Geysis Green Energy hafa átt sinn þátt í því að veikja stöðu hans ennfrekar. Þær raddir gerast nú háværari innan Sjálfstæðisflokksins að Vilhjálmur verði að stíga til hliðar. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er vonast til þess að Vilhjálmur taki þá ákvörðun sjálfur en ekki liggur fyrir hvort hann sé reiðubúinn til þess. Málið er á mjög viðkvæmu stigi og hefur gengið erfiðlega að ná tali af borgarfulltrúum flokksins í dag. Hafa þeir hvorki svarað símtölum né skilaboðum. Fréttastofa náði þó tali af tveimur sem treysta sér hvorki til að lýsa yfir stuðningi við Vilhjálm né tjá sig frekar um málið. Í 24 stundum í dag er hins vegar haft eftir Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa sjálfstæðismanna, að hún treystir sér ekki til fullyrða að Vilhjálmur eigi afturkvæmt í borgarstjórastólinn. Að sögn heimildarmanna fréttastofu er almennt litið til Geirs H. Haarde til að binda enda á það óvissuástand sem nú ríkir innan borgarstjórnarflokksins. Hann vildi þó ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Samkvæmt heimildum er þó líklegt að málið munið skýrast fljótlega á næstu dögum. Fari svo að Vilhjálmur víki er ekki ósennilegt að við taki valdabarátta innan borgastjórnarflokks sjálfstæðismanna. Eru Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson helst nefnd í því samhengi en einnig hefur nafn Júlíusar Vífils borið á góma. Þá er einnig óljóst hvaða áhrif þetta mun hafa á meirihlutasamstarfið í borginni. Ekki náðist í Vilhjálm Þ.Vilhjálmsson í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira