Loksins nýtt frá Emilíönu 10. júlí 2008 06:00 Ný plata eftir langa bið Emilíana Torrini syngur um einhvern Armini. Tónlistarkonan Emilíana Torrini stimplaði sig endanlega inn með plötunni Fisherman’s Woman, sem kom út í ársbyrjun 2005. Nú er loksins búið að tilkynna að næsta plata sé á leiðinni, hún mun heita Me and Armini og kemur út 8. september. Enn á ný vinnur Emilíana með hljóðvirkjanum Dan Carey. Hann hljóðvann síðustu plötu Emilíönu, auk þess að semja með henni lög, bæði á síðustu plötu sem og lögin „Slow“, sem Kylie Minogue flutti á vinsældalistana, og „Gollum‘s Song“, sem var í einni Lord of the Rings-myndinni. Dan hefur komið víða við, var með puttana á síðustu Hot Chip-plötu og vinnur nú með hljómsveitinni Franz Ferdinand, sem er að gera nýja plötu. Í fréttatilkynningu frá Rough Trade, útgáfufyrirtæki Emilíönu, segir að nýja platan sé metnaðarfull og fjölbreytt poppplata þar sem rödd Emilíönu sé í forsæti. Nú má heyra titillagið, „Me and Armini“, á Myspace-síðu Emilíönu. Lagið er fyrsta smáskífa plötunnar, létt popp-reggí sem venst vel. Í kjölfar útgáfunnar mun Emilíana leggjast í tónleikaferðir.- glh Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarkonan Emilíana Torrini stimplaði sig endanlega inn með plötunni Fisherman’s Woman, sem kom út í ársbyrjun 2005. Nú er loksins búið að tilkynna að næsta plata sé á leiðinni, hún mun heita Me and Armini og kemur út 8. september. Enn á ný vinnur Emilíana með hljóðvirkjanum Dan Carey. Hann hljóðvann síðustu plötu Emilíönu, auk þess að semja með henni lög, bæði á síðustu plötu sem og lögin „Slow“, sem Kylie Minogue flutti á vinsældalistana, og „Gollum‘s Song“, sem var í einni Lord of the Rings-myndinni. Dan hefur komið víða við, var með puttana á síðustu Hot Chip-plötu og vinnur nú með hljómsveitinni Franz Ferdinand, sem er að gera nýja plötu. Í fréttatilkynningu frá Rough Trade, útgáfufyrirtæki Emilíönu, segir að nýja platan sé metnaðarfull og fjölbreytt poppplata þar sem rödd Emilíönu sé í forsæti. Nú má heyra titillagið, „Me and Armini“, á Myspace-síðu Emilíönu. Lagið er fyrsta smáskífa plötunnar, létt popp-reggí sem venst vel. Í kjölfar útgáfunnar mun Emilíana leggjast í tónleikaferðir.- glh
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira