Áform um störf án staðsetningar sýndarmennska? 30. janúar 2008 14:29 Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins. MYND/GVA Deilt var um það á Alþingi í dag hvort hugmyndir ríkisstjórnarinnar um störf án staðsetningar væru sýndarmennska eða hvort raunverulegur vilji væri til þess að flytja opinber störf út á landi. Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á því við upphaf þingfundar að gert væri ráð fyrir tiltekið starf í tengslum við Vatnajökulsþjóðgarð ætti að vera á höfuðborgarsvæðinu en ekki heima í héraði. Sagði Bjarni að nota ætti hugtakið störf án staðsetningar til þess að draga störf til borgarinnar. Spurði Bjarni Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformann Samfylkingarinnar hvort þetta væri í anda stefnu ríkisstjórnarflokkanna um störf án staðsetningar. Lúðvík svaraði því til að hugmyndin um störf án staðsetningar væri að færa opinber störf sem hægt væri að vinna annars staðar en á höfuðborginnni út á land. Hann hefði talið að umrætt starf vegna Vatnajökulsþjóðgarðs yrði á Hornafirði og hann teldi að iðnaðarráðherra væri sömu skoðunar. Benti Lúðvík á að starfshópur á vegum fjármálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis ynni að verkefninu störf án staðsetningar með 40 stofnunum sem heyrðu undir 11 ráðuneyti. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vísaði til umræðu á þinginu í gær þar sem fram hefði komið að einn af umsækjendum um starf ferðamálastjóra hefði óskað eftir því að vinna starfið frá starfsstöð stofunnar á Akureyri. Hann hefði fengið þau svör að iðnaðarráðuneytið vildi starfið í Reykjavík. Spurði Steingrímur hvort hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni væri bara sýndarmennska og sagði ekkert að gerast í málunum.Ármann Kr. Ólafsson benti hins vegar á að sjávarútvegsráðuneytið hefði fjölgað störfum úti á landi í gegnum undirstofnanir sínar, þar á meðal Matís, Hafrannsóknastofnun og Fiskistofu. Þá hefði störfum á vegum menntamálaráðuneytis fjölgað í gegnum meðal annars háskólastofnanir úti á landi. Benti Ármann á að það væri ekki síður mikilvægt að ýmis fyrirtæki á almennum markaði skilgreindu störf sín sem störf án staðsetningar.Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, andmælti orðum Steingríms og sagði ekki rétt að ekkert væri að gerast í þessu verkefni ríkisstjórnarinnar. Verkefnið væri að fara af stað og hún væri sannfærð um að það færi á mikla ferð og myndi móta starfshætti ríkisins á næstu mánuðum og árum. Vísaði hún einnig til starfshópsins á vegum fjármála- og iðnaðaráðuneytis sem myndi vinna að framgangi málsins. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Deilt var um það á Alþingi í dag hvort hugmyndir ríkisstjórnarinnar um störf án staðsetningar væru sýndarmennska eða hvort raunverulegur vilji væri til þess að flytja opinber störf út á landi. Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á því við upphaf þingfundar að gert væri ráð fyrir tiltekið starf í tengslum við Vatnajökulsþjóðgarð ætti að vera á höfuðborgarsvæðinu en ekki heima í héraði. Sagði Bjarni að nota ætti hugtakið störf án staðsetningar til þess að draga störf til borgarinnar. Spurði Bjarni Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformann Samfylkingarinnar hvort þetta væri í anda stefnu ríkisstjórnarflokkanna um störf án staðsetningar. Lúðvík svaraði því til að hugmyndin um störf án staðsetningar væri að færa opinber störf sem hægt væri að vinna annars staðar en á höfuðborginnni út á land. Hann hefði talið að umrætt starf vegna Vatnajökulsþjóðgarðs yrði á Hornafirði og hann teldi að iðnaðarráðherra væri sömu skoðunar. Benti Lúðvík á að starfshópur á vegum fjármálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis ynni að verkefninu störf án staðsetningar með 40 stofnunum sem heyrðu undir 11 ráðuneyti. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vísaði til umræðu á þinginu í gær þar sem fram hefði komið að einn af umsækjendum um starf ferðamálastjóra hefði óskað eftir því að vinna starfið frá starfsstöð stofunnar á Akureyri. Hann hefði fengið þau svör að iðnaðarráðuneytið vildi starfið í Reykjavík. Spurði Steingrímur hvort hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni væri bara sýndarmennska og sagði ekkert að gerast í málunum.Ármann Kr. Ólafsson benti hins vegar á að sjávarútvegsráðuneytið hefði fjölgað störfum úti á landi í gegnum undirstofnanir sínar, þar á meðal Matís, Hafrannsóknastofnun og Fiskistofu. Þá hefði störfum á vegum menntamálaráðuneytis fjölgað í gegnum meðal annars háskólastofnanir úti á landi. Benti Ármann á að það væri ekki síður mikilvægt að ýmis fyrirtæki á almennum markaði skilgreindu störf sín sem störf án staðsetningar.Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, andmælti orðum Steingríms og sagði ekki rétt að ekkert væri að gerast í þessu verkefni ríkisstjórnarinnar. Verkefnið væri að fara af stað og hún væri sannfærð um að það færi á mikla ferð og myndi móta starfshætti ríkisins á næstu mánuðum og árum. Vísaði hún einnig til starfshópsins á vegum fjármála- og iðnaðaráðuneytis sem myndi vinna að framgangi málsins.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira