Innlent

Kaupþing uppfyllir ekki skilyrði fyrir evru

Seðlabankinn telur sig ekki geta bannað Kaupþingi að gera upp í evrum, en Kaupþing uppfylli ekki þau skilyrði sem sett eru.

Ástæða þess að seðlabankamenn leggjast gegn því að stærsti banki landsins fái að taka upp evruuppgjör er sú að evran hefur að þeirra mati ekki enn náð því að verða sá gjaldmiðill sem meginhluti viðskipta Kaupþings fer fram í. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu við Eirík Guðnason seðlabankastjóra á Stöð 2.

Seðlabankinn segir Kaupþing vilja telja með veltu hollenska bankans NIBC, en á það sé ekki hægt að fallast fyrr en kaupin á þeim banka séu endanlega frágengin. Seðlabankamenn hvetja stjórnvöld hins vegar til að íhuga að þrengja lögin gagnvart fjármálafyrirtækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×