Enski boltinn

Capello sakaður um skattsvik

AFP

Rannsókn er nú hafin í Tórínó á Ítalíu vegna meintra skattsvika enska landsliðsþjálfarans Fabio Capello. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir heimildamönnum sínum á Ítalíu.

Fregnir á Ítalíu herma að rannsókn hafi verið hrundið af stað fyrir mánuði þar sem skoða átti meintar ólöglegar greiðslur til handa Capello þegar hann var þjálfari Roma á sínum tíma, en hann á að hafa tekið við peningum frá erlendum styrktaraðilum félagsins.

Saksóknari í Tórínó hafði til meðferðar hneykslismál Juventus en Capello var þar þjálfari á árunum 2004-06.

Þessi tíðindi verða eflaust vatn á myllu bresku slúðurblaðanna, en því hafði verið haldið fram að erfitt myndi reynast að grafa upp misjafna hluti úr fortíð Capello - sem væri með flekklausan feril á öllum sviðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×