Kisan vekur athygli í New York 29. september 2008 07:30 Þórunn Anspach og Olivier Bremond, hér með rekstrarstjóranum Lionel Guy-Bremont, segjast bjartsýn á gott gengi í New York í greinni í Women‘s Wear Daily. Tískuritið Women’s Wear Daily fjallaði um nýja verslun Kisunnar í SoHo í New York í síðustu viku. Ritið er eitt það allra virtasta í tískubransanum og lesið af flestöllum sem í honum starfa. Í greininni er rætt við Þórunni Anspach og Olivier Bremond, eigendur Kisunnar bæði hér heima og í New York, og lýsir blaðamaður WWD Kisunni sem blöndu af „fágaðri Parísartísku og grófum skrautmunum og prjónavörum frá fæðingarlandi Anspach, Íslandi.“ Hjónin segja meðal annars að verslunin á Íslandi gangi vel þrátt fyrir kreppu hér á landi. „Reykjavík er mjög lítil. Þar er færra fólk en í SoHo. Á Íslandi eru miklir fjámálaörðugleikar. Fasteignamarkaðurinn er á niðurleið og margar búðir eru að loka. Samt er Kisan alltaf troðfull,“ segir Olivier, sem býst við góðu gengi í New York líka. Hjónin segjast hefja reksturinn í New York með vörum að virði yfir 1 milljón Bandaríkjadala á lager og búast við góðu gengi. „Lúxus ætti að vera öllum aðgengilegur,“ segir Bremond í greininni, en þar kemur fram að verð varanna í Kisunni sé á bilinu 5-5.000 dollarar, fyrir allt frá geisladiskum og bókum til merkjavara og húsgagna. „Þetta er mjög persónulegt,“ segir Þórunn. „Hugmyndin var að safna öllu því sem við elskum saman.“ Kisan er til húsa á 125 Greene Street í SoHo, en húsakynni hennar voru hönnuð af stofunni Work Architects, sem hönnuðu einnig verslun Diane Von Furstenberg í New York. Þar er að finna ýmsar íslenskar vörur, svo sem frá Steinunni Sigurðardóttur, Farmer‘s Market, Aurum og 66° Norður, sem blaðamaður WWD kallar „svar Íslands við The North Face“. Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Tískuritið Women’s Wear Daily fjallaði um nýja verslun Kisunnar í SoHo í New York í síðustu viku. Ritið er eitt það allra virtasta í tískubransanum og lesið af flestöllum sem í honum starfa. Í greininni er rætt við Þórunni Anspach og Olivier Bremond, eigendur Kisunnar bæði hér heima og í New York, og lýsir blaðamaður WWD Kisunni sem blöndu af „fágaðri Parísartísku og grófum skrautmunum og prjónavörum frá fæðingarlandi Anspach, Íslandi.“ Hjónin segja meðal annars að verslunin á Íslandi gangi vel þrátt fyrir kreppu hér á landi. „Reykjavík er mjög lítil. Þar er færra fólk en í SoHo. Á Íslandi eru miklir fjámálaörðugleikar. Fasteignamarkaðurinn er á niðurleið og margar búðir eru að loka. Samt er Kisan alltaf troðfull,“ segir Olivier, sem býst við góðu gengi í New York líka. Hjónin segjast hefja reksturinn í New York með vörum að virði yfir 1 milljón Bandaríkjadala á lager og búast við góðu gengi. „Lúxus ætti að vera öllum aðgengilegur,“ segir Bremond í greininni, en þar kemur fram að verð varanna í Kisunni sé á bilinu 5-5.000 dollarar, fyrir allt frá geisladiskum og bókum til merkjavara og húsgagna. „Þetta er mjög persónulegt,“ segir Þórunn. „Hugmyndin var að safna öllu því sem við elskum saman.“ Kisan er til húsa á 125 Greene Street í SoHo, en húsakynni hennar voru hönnuð af stofunni Work Architects, sem hönnuðu einnig verslun Diane Von Furstenberg í New York. Þar er að finna ýmsar íslenskar vörur, svo sem frá Steinunni Sigurðardóttur, Farmer‘s Market, Aurum og 66° Norður, sem blaðamaður WWD kallar „svar Íslands við The North Face“.
Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira