Kisan vekur athygli í New York 29. september 2008 07:30 Þórunn Anspach og Olivier Bremond, hér með rekstrarstjóranum Lionel Guy-Bremont, segjast bjartsýn á gott gengi í New York í greinni í Women‘s Wear Daily. Tískuritið Women’s Wear Daily fjallaði um nýja verslun Kisunnar í SoHo í New York í síðustu viku. Ritið er eitt það allra virtasta í tískubransanum og lesið af flestöllum sem í honum starfa. Í greininni er rætt við Þórunni Anspach og Olivier Bremond, eigendur Kisunnar bæði hér heima og í New York, og lýsir blaðamaður WWD Kisunni sem blöndu af „fágaðri Parísartísku og grófum skrautmunum og prjónavörum frá fæðingarlandi Anspach, Íslandi.“ Hjónin segja meðal annars að verslunin á Íslandi gangi vel þrátt fyrir kreppu hér á landi. „Reykjavík er mjög lítil. Þar er færra fólk en í SoHo. Á Íslandi eru miklir fjámálaörðugleikar. Fasteignamarkaðurinn er á niðurleið og margar búðir eru að loka. Samt er Kisan alltaf troðfull,“ segir Olivier, sem býst við góðu gengi í New York líka. Hjónin segjast hefja reksturinn í New York með vörum að virði yfir 1 milljón Bandaríkjadala á lager og búast við góðu gengi. „Lúxus ætti að vera öllum aðgengilegur,“ segir Bremond í greininni, en þar kemur fram að verð varanna í Kisunni sé á bilinu 5-5.000 dollarar, fyrir allt frá geisladiskum og bókum til merkjavara og húsgagna. „Þetta er mjög persónulegt,“ segir Þórunn. „Hugmyndin var að safna öllu því sem við elskum saman.“ Kisan er til húsa á 125 Greene Street í SoHo, en húsakynni hennar voru hönnuð af stofunni Work Architects, sem hönnuðu einnig verslun Diane Von Furstenberg í New York. Þar er að finna ýmsar íslenskar vörur, svo sem frá Steinunni Sigurðardóttur, Farmer‘s Market, Aurum og 66° Norður, sem blaðamaður WWD kallar „svar Íslands við The North Face“. Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Tískuritið Women’s Wear Daily fjallaði um nýja verslun Kisunnar í SoHo í New York í síðustu viku. Ritið er eitt það allra virtasta í tískubransanum og lesið af flestöllum sem í honum starfa. Í greininni er rætt við Þórunni Anspach og Olivier Bremond, eigendur Kisunnar bæði hér heima og í New York, og lýsir blaðamaður WWD Kisunni sem blöndu af „fágaðri Parísartísku og grófum skrautmunum og prjónavörum frá fæðingarlandi Anspach, Íslandi.“ Hjónin segja meðal annars að verslunin á Íslandi gangi vel þrátt fyrir kreppu hér á landi. „Reykjavík er mjög lítil. Þar er færra fólk en í SoHo. Á Íslandi eru miklir fjámálaörðugleikar. Fasteignamarkaðurinn er á niðurleið og margar búðir eru að loka. Samt er Kisan alltaf troðfull,“ segir Olivier, sem býst við góðu gengi í New York líka. Hjónin segjast hefja reksturinn í New York með vörum að virði yfir 1 milljón Bandaríkjadala á lager og búast við góðu gengi. „Lúxus ætti að vera öllum aðgengilegur,“ segir Bremond í greininni, en þar kemur fram að verð varanna í Kisunni sé á bilinu 5-5.000 dollarar, fyrir allt frá geisladiskum og bókum til merkjavara og húsgagna. „Þetta er mjög persónulegt,“ segir Þórunn. „Hugmyndin var að safna öllu því sem við elskum saman.“ Kisan er til húsa á 125 Greene Street í SoHo, en húsakynni hennar voru hönnuð af stofunni Work Architects, sem hönnuðu einnig verslun Diane Von Furstenberg í New York. Þar er að finna ýmsar íslenskar vörur, svo sem frá Steinunni Sigurðardóttur, Farmer‘s Market, Aurum og 66° Norður, sem blaðamaður WWD kallar „svar Íslands við The North Face“.
Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira