Enski boltinn

Hoddle hefur miklar áhyggjur af Tottenham

Jermaine Jenas og félagar hafa byrjað skelfilega á leiktíðinni
Jermaine Jenas og félagar hafa byrjað skelfilega á leiktíðinni NordicPhotos/GettyImages

Glenn Hoddle, fyrrum leikmaður Tottenham, segist hafa miklar áhyggjur af gamla félaginu sínu sem er langneðst í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham hefur aðeins náð í tvö stig í fyrstu sjö leikjum sínum i úrvalsdeildinni og hefur ekki byrjað eins illa í deildarkeppninni í tæpa öld.

Hoddle er goðsögn á White Hart Lane eftir að hafa átt þar frábæran feril sem leikmaður og hann ber enn taugar til gamla félagsins. Hann hefur miklar áhyggjur af stöðu mála.

"Ég er bæði hissa og vonsvikinn á stöðu mála. Liðið eyddi miklum peningum í sumar og maður hefði haldið að það næði að byggja ofan á sigurinn í deildarbikarnum á síðustu leiktíð. Liðið er skipað mjög góðum leikmönnum að mínu mati, en ég óttast að við fáum ekki að sjá hvað þeir geta fyrr en liðið er komið á topp sex og nýtur fulls stuðnings á heimavelli sínum," sagði Hoddle.

"Ég hef áhyggjur af því sem stuðningsmaður Spurs hvort í liðinu sé sá nauðsynlegi baráttuandi til að koma því úr þessum ógöngum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×