Erlent

Herinn kallaður út til að stöðva árásir á innflytendur

Thabo Mbeki er forseti Suður-Afríku.
Thabo Mbeki er forseti Suður-Afríku.

Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, hefur kallað til her landsins til þess að reyna að binda enda á árásir á innflytjendur í Jóhannesarborg og Durban undanfarna daga.

Yfir 20 hafa fallið og 30 þúsund flúið heimili sín í árásum fátækra heimamanna á innflytjendur, meðal annars frá Simbabve og Nígeríu, sem flúið hafa til Suður-Afríku vegna bags ástands heima fyrir. Eru þeir sakaðir um að stela vinnu frá heimamönnum og stuðla að glæpum í landinu.

Innflytjendurnir hafa meðal annars leitað skjóls í samkunduhúsum. Hvers kyns bareflum hefur verið beitt í árásunum, þar á meðal kylfum og flöskum. Þá leikur grunur á um að glæpaklíkur nýti sér ásandið til að ræna og rupla.

Þetta er í fyrsta sinn síðan á tímum aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku sem herinn hefur verið kallaður út til að binda endi á óöld í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×