Innlent

Drengurinn enn þungt haldinn

Líðan ellefu ára drengs sem veiktist á æfingu hjá fimleikafélaginu Gerplu um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld er óbreytt. Hann liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi. Drengurinn var að klifra í kaðli á íþróttaæfingu hjá fimleikafélaginu Gerplu þegar hann missti skyndilega mátt og féll niður á dýnur sem lágu á gólfinu. Félagar drengsins og íþróttaþjálfarar gerðu sér fljótlega grein fyrir því að ekki var allt með felldu og þjálfararnir komu drengnum til hjálpar. Hann var svo í skyndingu fluttur á slysadeild. Talið er að drengurinn hafi fengið heilablóðfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×