Einkaneysla dregst ekki saman 15. febrúar 2008 10:02 Einkaneysla virðist ekki vera að dragast saman þrátt fyrir lækkandi gengi hlutabréfa og horfur á minnkandi vexti í hagkerfinu. Þetta kemur fram í mælingu á smásöluvísitölu sem Rannsóknarsetur verslunarinnar stendur fyrir. Velta í dagvöruverslun jókst um 10,4 prósent í janúar síðastliðnum miðað við sama mánuð árið áður. Að jafnaði hefur þessi vöxtur í janúar verið 7,7 prósent á milli ára frá 2002. Velta dagvöruverslunar á milli desember í fyrra og janúar í ár minnkaði hins vegar um tæp 27 prósent. Aukin skóverslun þrátt fyrir hærra verð Tölur Rannsóknarsetursins leiða enn fremur í ljós að velta í fataverslun jókst um rúm tvö prósent í janúar miðað við sama mánuð í fyrra. Veltan minnkaði hins vegar um nærri 50 prósent í janúar miðað við desember þar á undan. Þá jókst skóverslun um nærri fjórðung á milli ára en minnkaði um þriðjung ef miðað er við desember þar á undan. Bent er á að verð á fötum hafi lækkað um 3,7 prósent í janúar ár miðað við sama mánuð í fyrra en verð á skóm hækkaði hins vegar um tíu prósent á sama tímabili samkvæmt verðmælingu Hagstofu Íslands. Það felur í sér að velta í fataverslun jókst um 5,9 prósent á föstu verðlagi og 12,4 prósent í skósölu. Í janúar standa útsölur sem hæst á sérvörum enda lækkaði verð í fata og skóverslun um rúm tíu prósent í janúar frá mánuðinum á undan. Auknar vinsældir þorrablóta skila sér ekki til ÁTVR Rannsóknarsetrið segir enn fremur að áfengissala hafi aukist um nærri fimm prósent í nýliðnum janúarmánuði frá sama mánuði árið áður. Samdráttur í áfengissölu milli desember og janúar var hins vegar rúm 50 prósent. Þetta er svipaður samdráttur á milli þessara mánaða eins og undanfarin ár. „Fréttir af auknum vinsældum þorrablóta virðast því ekki hafa skilað sér til ÁTVR," segir í tilkynningu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þessu til viðbótar er bent á að 60 prósenta aukning hafi verið í nýskráningu bíla í janúar miðað við janúar í fyrra og fasteignaverð hefur ekki lækkað þó hægt hafi á fjölda seldra fasteigna. „Í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir helmingi minni hagvexti á þessu ári miðað við síðasta ár. Þessi samdráttur er því vart byrjaður ennþá," segir enn fremur í tilkynningu Rannsóknarsetursins. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Einkaneysla virðist ekki vera að dragast saman þrátt fyrir lækkandi gengi hlutabréfa og horfur á minnkandi vexti í hagkerfinu. Þetta kemur fram í mælingu á smásöluvísitölu sem Rannsóknarsetur verslunarinnar stendur fyrir. Velta í dagvöruverslun jókst um 10,4 prósent í janúar síðastliðnum miðað við sama mánuð árið áður. Að jafnaði hefur þessi vöxtur í janúar verið 7,7 prósent á milli ára frá 2002. Velta dagvöruverslunar á milli desember í fyrra og janúar í ár minnkaði hins vegar um tæp 27 prósent. Aukin skóverslun þrátt fyrir hærra verð Tölur Rannsóknarsetursins leiða enn fremur í ljós að velta í fataverslun jókst um rúm tvö prósent í janúar miðað við sama mánuð í fyrra. Veltan minnkaði hins vegar um nærri 50 prósent í janúar miðað við desember þar á undan. Þá jókst skóverslun um nærri fjórðung á milli ára en minnkaði um þriðjung ef miðað er við desember þar á undan. Bent er á að verð á fötum hafi lækkað um 3,7 prósent í janúar ár miðað við sama mánuð í fyrra en verð á skóm hækkaði hins vegar um tíu prósent á sama tímabili samkvæmt verðmælingu Hagstofu Íslands. Það felur í sér að velta í fataverslun jókst um 5,9 prósent á föstu verðlagi og 12,4 prósent í skósölu. Í janúar standa útsölur sem hæst á sérvörum enda lækkaði verð í fata og skóverslun um rúm tíu prósent í janúar frá mánuðinum á undan. Auknar vinsældir þorrablóta skila sér ekki til ÁTVR Rannsóknarsetrið segir enn fremur að áfengissala hafi aukist um nærri fimm prósent í nýliðnum janúarmánuði frá sama mánuði árið áður. Samdráttur í áfengissölu milli desember og janúar var hins vegar rúm 50 prósent. Þetta er svipaður samdráttur á milli þessara mánaða eins og undanfarin ár. „Fréttir af auknum vinsældum þorrablóta virðast því ekki hafa skilað sér til ÁTVR," segir í tilkynningu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þessu til viðbótar er bent á að 60 prósenta aukning hafi verið í nýskráningu bíla í janúar miðað við janúar í fyrra og fasteignaverð hefur ekki lækkað þó hægt hafi á fjölda seldra fasteigna. „Í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir helmingi minni hagvexti á þessu ári miðað við síðasta ár. Þessi samdráttur er því vart byrjaður ennþá," segir enn fremur í tilkynningu Rannsóknarsetursins.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira