Eftirlitsaðilar bregðist við brotum á reykingabanni 1. febrúar 2008 17:01 MYND/GVA Heilbrigðisráðuneytið hefur sent út bréf til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga, Vinnueftirlitsins, Flugmálastjórnar og Siglingamálastofnunar, lögregluembætta, Umhverfisstofnunar og Lýðheilsustöðvar þar sem fram kemur hvernig hægt sé að bregðast við brotum á lögum um tóbaksvarnir.Bréfið er sent í kjölfar þess að nokkrir staðir í miðbæ Reykjavíkur tóku upp á því að heimila reykingar til þess að mótmæla því að ekki mætti koma upp reykherbergjum á stöðunum. Umhverfissvið borgarinnar óskaði eftir því að ráðuneytið skýrði hvaða þvingunarúrræði væru til staðar til þess að bregðast við brotum á lögunum og hefur ráðuneytið nú sent bréf til eftirlitsaðilanna þessa efnis.Í því er bent á að meginregla laga um tóbaksvarnir sé að reykingar séu óheimilar á vinnustöðum. Þó er heimilt að hafa sérstakt afdrep fyrir tóbaksreykingar enda hafi almenningur ekki aðgang að þeim. Heimild þessi gildir jafnt fyrir stofnanir, að frátöldum heilbrigðisstofnunum og skólum, þ.e. leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, og fyrirtæki.Ráðuneytið bendir á að samkvæmt lögum geti heilbrigðisnefndir veitt áminningu og frest til úrbóita, beitt dagsektum og svipt staði starfsleyfi. Þá geti Vinnueftirlitið krafist úrbóta og lagfæringa á ólögmætu ástandi, beitt dagsektum ef úrbótum er ekki sinnt og stöðvað vinnu eða lokað starfsemi ef í harðbakkan slær.Þá geti lögregla svipt leyfishafa rekstrarleyfi verði hann uppvís að því að misnota rekstrarleyfið eða vanrækja skyldur sem á honum hvíla samkvæmt lögunum eða öðrum lögum, þar með talið lögum um tóbaksvarnir.Beinir heilbrigðisráðuneytið því til eftirlitsstjórnvalda að bregðast við brotum á tóbaksvarnalögum í samræmi við heimildir sínar að lögum. Þá beinir ráðuneytið því sérstaklega til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga og Vinnueftirlits ríkisins að þau tilkynni lögreglu um öll brot sem þau verða áskynja um við framkvæmd eftirlits með því að virt séu ákvæði tóbaksvarnalaga.Bréf heilbrigðisráðuneytisins má sjá hér að neðan. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur sent út bréf til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga, Vinnueftirlitsins, Flugmálastjórnar og Siglingamálastofnunar, lögregluembætta, Umhverfisstofnunar og Lýðheilsustöðvar þar sem fram kemur hvernig hægt sé að bregðast við brotum á lögum um tóbaksvarnir.Bréfið er sent í kjölfar þess að nokkrir staðir í miðbæ Reykjavíkur tóku upp á því að heimila reykingar til þess að mótmæla því að ekki mætti koma upp reykherbergjum á stöðunum. Umhverfissvið borgarinnar óskaði eftir því að ráðuneytið skýrði hvaða þvingunarúrræði væru til staðar til þess að bregðast við brotum á lögunum og hefur ráðuneytið nú sent bréf til eftirlitsaðilanna þessa efnis.Í því er bent á að meginregla laga um tóbaksvarnir sé að reykingar séu óheimilar á vinnustöðum. Þó er heimilt að hafa sérstakt afdrep fyrir tóbaksreykingar enda hafi almenningur ekki aðgang að þeim. Heimild þessi gildir jafnt fyrir stofnanir, að frátöldum heilbrigðisstofnunum og skólum, þ.e. leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, og fyrirtæki.Ráðuneytið bendir á að samkvæmt lögum geti heilbrigðisnefndir veitt áminningu og frest til úrbóita, beitt dagsektum og svipt staði starfsleyfi. Þá geti Vinnueftirlitið krafist úrbóta og lagfæringa á ólögmætu ástandi, beitt dagsektum ef úrbótum er ekki sinnt og stöðvað vinnu eða lokað starfsemi ef í harðbakkan slær.Þá geti lögregla svipt leyfishafa rekstrarleyfi verði hann uppvís að því að misnota rekstrarleyfið eða vanrækja skyldur sem á honum hvíla samkvæmt lögunum eða öðrum lögum, þar með talið lögum um tóbaksvarnir.Beinir heilbrigðisráðuneytið því til eftirlitsstjórnvalda að bregðast við brotum á tóbaksvarnalögum í samræmi við heimildir sínar að lögum. Þá beinir ráðuneytið því sérstaklega til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga og Vinnueftirlits ríkisins að þau tilkynni lögreglu um öll brot sem þau verða áskynja um við framkvæmd eftirlits með því að virt séu ákvæði tóbaksvarnalaga.Bréf heilbrigðisráðuneytisins má sjá hér að neðan.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira