Murta St. Calunga - Benni Hemm Hemm: Fjórar stjörnur 9. júlí 2008 06:00 Murta St. Calunga - Benni Hemm Hemm Murta St. Calunga er þriðja plata Benna Hemm Hemm í fullri lengd, en auk þess sendi hann frá sér EP-plötuna Ein í leyni seint á síðasta ári. Hún stóð reyndar undir nafni og týndist alveg. Tónlist Benna er lúðrasveitarskotið indí popp. Hún þótti fersk og óvenjuleg þegar fyrsta platan kom út sem var Benna og plötunni til framdráttar. Önnur platan Kajak var framhald af þeirri fyrstu, en aðeins þunglamalegri. Nú er þriðja platan komin og enn er sótt á sömu mið tónlistarlega. Murta St. Calunga er að mín mati skemmtilegasta Benna Hemm Hemm platan til þessa. Það er léttara yfir henni heldur en Kajak og hún er mjög vel unnin. Það eru mörg fín lög á henni og smáatriði í vinnslu og útsetningum lyfta henni upp. Fyrsta lagið, Beethoven í Kaupmannahöfn, er til dæmis mikil snilld. Það byrjar á rúmlega mínútu löngu sáraeinföldu intrói áður en að lagið sjálft hefst. Plötunni er svo lokað með gjörbreyttri útgáfu af sama lagi. Veiðiljóð er annað frábært lag, - sérstaklega vel útsett. Það sama má segja um fleiri lög, til dæmis Avían í Afganistan og Allt sem það fer. Textarnir eru skemmtilega einfaldir og kæruleysislegir. Avían í Afganistan og Whaling In The North Atlantic eru til dæmis athyglisverð innlegg í alþjóðamálin. Ég verð líka að hrósa plötuumslaginu. Eins og áður hjá Benna er það mjög flott og gerir gripinn eigulegri. Yfir það heila er meiri kraftur í Murta St. Calunga heldur en fyrri plötunum. Veikleiki plötunnar er hins vegar sá að þrátt fyrir nýjar útfærslur að hluta og vel útfærð smáatriði þá hefur tónlistin sjálf þróast of lítið. Benni verður hiklaust að lemja sig í hausinn fyrir næstu plötu og koma með eitthvað nýtt á borðið. Samt er Murta St. Calunga skemmtileg og heilsteypt plata. Fínn endapunktur á skólahljómsveitar indípoppskeiðinu sem hófst með fyrstu plötunni. Allt er þegar þrennt er. Trausti Júlíusson Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Murta St. Calunga er þriðja plata Benna Hemm Hemm í fullri lengd, en auk þess sendi hann frá sér EP-plötuna Ein í leyni seint á síðasta ári. Hún stóð reyndar undir nafni og týndist alveg. Tónlist Benna er lúðrasveitarskotið indí popp. Hún þótti fersk og óvenjuleg þegar fyrsta platan kom út sem var Benna og plötunni til framdráttar. Önnur platan Kajak var framhald af þeirri fyrstu, en aðeins þunglamalegri. Nú er þriðja platan komin og enn er sótt á sömu mið tónlistarlega. Murta St. Calunga er að mín mati skemmtilegasta Benna Hemm Hemm platan til þessa. Það er léttara yfir henni heldur en Kajak og hún er mjög vel unnin. Það eru mörg fín lög á henni og smáatriði í vinnslu og útsetningum lyfta henni upp. Fyrsta lagið, Beethoven í Kaupmannahöfn, er til dæmis mikil snilld. Það byrjar á rúmlega mínútu löngu sáraeinföldu intrói áður en að lagið sjálft hefst. Plötunni er svo lokað með gjörbreyttri útgáfu af sama lagi. Veiðiljóð er annað frábært lag, - sérstaklega vel útsett. Það sama má segja um fleiri lög, til dæmis Avían í Afganistan og Allt sem það fer. Textarnir eru skemmtilega einfaldir og kæruleysislegir. Avían í Afganistan og Whaling In The North Atlantic eru til dæmis athyglisverð innlegg í alþjóðamálin. Ég verð líka að hrósa plötuumslaginu. Eins og áður hjá Benna er það mjög flott og gerir gripinn eigulegri. Yfir það heila er meiri kraftur í Murta St. Calunga heldur en fyrri plötunum. Veikleiki plötunnar er hins vegar sá að þrátt fyrir nýjar útfærslur að hluta og vel útfærð smáatriði þá hefur tónlistin sjálf þróast of lítið. Benni verður hiklaust að lemja sig í hausinn fyrir næstu plötu og koma með eitthvað nýtt á borðið. Samt er Murta St. Calunga skemmtileg og heilsteypt plata. Fínn endapunktur á skólahljómsveitar indípoppskeiðinu sem hófst með fyrstu plötunni. Allt er þegar þrennt er. Trausti Júlíusson
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“