Ekki hlutverk lífeyrissjóða að vera í viðskiptapólitík 14. janúar 2008 19:45 Það er ekki hlutverk lífeyrissjóða að vera í viðskiptapólitík, segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group. Hann setur spurningarmerki við fjárfestingastefnu Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem hann segir hafa fjárfest vel í samkeppnisfyrirtækjum Baugs. Hvatning Starfsgreinasambandsins til lífeyrissjóðanna um að setja sér siðareglur í fjárfestingum, t.d. að hætta norska olíusjóðsins, fékk óvæntan snúning í gær þegar stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Gunnar Páll Pálsson, sagði það örðugt á litla Íslandi þar sem mikill þrýstingur væri frá stórum fjárfestum á að Lífeyrissjóðurinn hagaði fjárfestingum að þeirra óskum - ella hefðu þeir verra af. Hann vísaði meðal annars til Baugs en þess er skemmst að minnast þegar fregnir bárust af því fyrir hálfu öðru ári að Baugur hefðu í hyggju að stofna lífeyrissjóð fyrir sína starfsmenn - sem flestir hverjir greiða í Lífeyrissjóð verslunarmanna. Forsvarsmenn Baugs vildu ekki tjá sig í viðtali þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag en Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs sagði hins vegar í símtali frá London að ekki væri óeðlilegt að spyrja hvernig á því stæði að sjóðurinn hefði t.d. fjárfest duglega í Kaupþingi, Símanum og Exista - sem væru í samkeppni við Glitni, Vodafone og FL Group þar sem Baugur á stóra hluti - í ljósi þess að ávöxtun fjár í þessum félögum væri sambærileg. Því velti menn fyrir sér hvort önnur sjónarmið vektu fyrir sjóðnum - en þau að hafa hagsmuni sinna sjóðsfélaga að leiðarljósi. Aðspurður hvað liði stofnun fyrirtækjalífeyrissjóðs Baugs sagði Gunnar að þær hugmyndir hefðu einungis verið ræddar og fljótlega verið slegnar út af borðinu. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Það er ekki hlutverk lífeyrissjóða að vera í viðskiptapólitík, segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group. Hann setur spurningarmerki við fjárfestingastefnu Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem hann segir hafa fjárfest vel í samkeppnisfyrirtækjum Baugs. Hvatning Starfsgreinasambandsins til lífeyrissjóðanna um að setja sér siðareglur í fjárfestingum, t.d. að hætta norska olíusjóðsins, fékk óvæntan snúning í gær þegar stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Gunnar Páll Pálsson, sagði það örðugt á litla Íslandi þar sem mikill þrýstingur væri frá stórum fjárfestum á að Lífeyrissjóðurinn hagaði fjárfestingum að þeirra óskum - ella hefðu þeir verra af. Hann vísaði meðal annars til Baugs en þess er skemmst að minnast þegar fregnir bárust af því fyrir hálfu öðru ári að Baugur hefðu í hyggju að stofna lífeyrissjóð fyrir sína starfsmenn - sem flestir hverjir greiða í Lífeyrissjóð verslunarmanna. Forsvarsmenn Baugs vildu ekki tjá sig í viðtali þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag en Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs sagði hins vegar í símtali frá London að ekki væri óeðlilegt að spyrja hvernig á því stæði að sjóðurinn hefði t.d. fjárfest duglega í Kaupþingi, Símanum og Exista - sem væru í samkeppni við Glitni, Vodafone og FL Group þar sem Baugur á stóra hluti - í ljósi þess að ávöxtun fjár í þessum félögum væri sambærileg. Því velti menn fyrir sér hvort önnur sjónarmið vektu fyrir sjóðnum - en þau að hafa hagsmuni sinna sjóðsfélaga að leiðarljósi. Aðspurður hvað liði stofnun fyrirtækjalífeyrissjóðs Baugs sagði Gunnar að þær hugmyndir hefðu einungis verið ræddar og fljótlega verið slegnar út af borðinu.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira