Fótbolti

Stelpurnar okkar og Fix You

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Íslands og Serbíu.
Úr leik Íslands og Serbíu. Mynd/Anton

Á heimasíðu KSÍ má sjá myndband sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari tók saman fyrir leik Serbíu og Íslands í maí síðastliðnum.

Sigurður Ragnar hefur gert þetta reglulega til að þjappa leikmönnum saman og ná upp baráttuandanum og þjóðarstoltinum í liðinu. Það virðist hafa virkað því Ísland vann leikinn, 4-0.

Smelltu hér til að horfa á myndbandið en smellurinn Fix You með hljómsveitinni Coldplay hljómar undir.

Ísland mætir Frakklandi ytra á laugardaginn í lokaleik liðanna í undankeppni EM sem fer fram á Finnlandi á næsta ári. Íslandi dugir jafntefli til að tryggja sér sigur í riðlinum og þar með farseðilinn til Finnlands. Ef Frakkar vinna þarf Ísland að taka þátt í umspili um laust sæti á EM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×