Afmælisbörn hætta við túr 20. nóvember 2008 04:00 Hljómsveitin Brain Police hefur hætt við tónleikaferð sína um Evrópu vegna efnahagskreppunnar. Rokkararnir í Brain Police, sem halda upp á tíu ára afmælið sitt á næstunni, hafa hætt við þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu sem átti að standa yfir í nóvember og desember. Ástæðan er hrap íslensku krónunnar. „Ferðin hækkaði um milljón á tveimur vikum þegar allt fór í steik. Evran er núna rúmlega tvisvar sinnum hærri en hún var þegar við fórum síðast út," segir trommarinn Jónbi. „Það var alls ekkert vit í þessu þannig að við slaufuðum þessu. Í staðinn erum við að vinna að nýrri plötu sem við gefum út á næsta ári." Þótt þetta sé hundfúlt segir Jónbi að um lán í óláni hafi verið að ræða. „Við erum búnir að fara í fimm skipti í röð út með sama efni. Í samvinnu við útgefandann (Small Stone Records) komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri viturlegast að gera þetta svona. Í rauninni liggur ekkert á, við erum ekki að missa af neinni lest." Brain Police ætlar að halda upp á tíu ára afmælið 13. desember þegar mikið húllumhæ verður á skemmtistaðnum Amsterdam. Allir þeir sem hafa spilað með hljómsveitinni þennan áratug koma þar fram, þar á meðal söngvarinn fyrrverandi, Vagn Leví Sigurðsson, og gítarleikarinn Búi Bendtsen. - fb Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Rokkararnir í Brain Police, sem halda upp á tíu ára afmælið sitt á næstunni, hafa hætt við þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu sem átti að standa yfir í nóvember og desember. Ástæðan er hrap íslensku krónunnar. „Ferðin hækkaði um milljón á tveimur vikum þegar allt fór í steik. Evran er núna rúmlega tvisvar sinnum hærri en hún var þegar við fórum síðast út," segir trommarinn Jónbi. „Það var alls ekkert vit í þessu þannig að við slaufuðum þessu. Í staðinn erum við að vinna að nýrri plötu sem við gefum út á næsta ári." Þótt þetta sé hundfúlt segir Jónbi að um lán í óláni hafi verið að ræða. „Við erum búnir að fara í fimm skipti í röð út með sama efni. Í samvinnu við útgefandann (Small Stone Records) komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri viturlegast að gera þetta svona. Í rauninni liggur ekkert á, við erum ekki að missa af neinni lest." Brain Police ætlar að halda upp á tíu ára afmælið 13. desember þegar mikið húllumhæ verður á skemmtistaðnum Amsterdam. Allir þeir sem hafa spilað með hljómsveitinni þennan áratug koma þar fram, þar á meðal söngvarinn fyrrverandi, Vagn Leví Sigurðsson, og gítarleikarinn Búi Bendtsen. - fb
Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira