Innlent

Jóni í FL Group bannað að byggja

Andri Ólafsson skrifar
Jón Sigurðssón, forstjóri FL Group
Jón Sigurðssón, forstjóri FL Group

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála felldi í dag úr gildi ákvörðun Seltjarnarnesbæjar sem gefið hafði Jóni Sigurðssyni, forstjóra FL Group, leyfi til þess að byggja nýtt einbýlishús á lóð þar sem til stóð að rífa 319 fm2 einbýlishús  hans við Unnarbraut 19.

Það voru nágrannar Jóns við Unnarbraut sem kærðu þessa ákvörðun og höfðu sigur í dag. Jón verður því að setja áætlanir um byggingu glænýs einbýlisihúss á þessum eftirsótta stað í salt.

Úrskurðarnefndin féllst á þann málflutning nágrannanna að nýja húsinu fylgdi umtalsverð áhrif á eign þeirra. Nágrannarnir héldu því fram að með tilkomu nýja hússins sem Jón ætlaði að byggja myndi útsýni til hafs hverfa næstum því að fullu og verða einungis að steyptum vegg.

Jón Sigurðsson býr ekki í einbýslishúsinu sem hann á að Unnarbraut 19 og til stóð að rífa. Hann býr ásamt konu sinni og tveim börnum í næsta húsi. Nánar tiltekið á efri hæð Unnarbrautar 17. Á neðri hæðinni býr hins vegar fólkið sem kærði fyrirhugaða nýbyggingu Jóns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×