Neita að hafa barið löggur 29. febrúar 2008 06:00 Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir að hafa ráðist á lögreglumenn. Sáóþekkjanlegi á myndinni er ekki ákærður í málinu. „Ég man eftir því að þarna voru einhver læti en ég sá lítið,“ sagði félagi Litháanna þriggja fyrir dómi sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á fjóra lögreglumenn aðfaranótt 11. janúar með höggum og spörkum. Litháarnir gerðu allir lítið úr málinu og neituðu sök sem fram kemur í ákæru. Lögreglumennirnir eru í götuhópi fíkniefnadeildarinnar og voru að störfum við eftirlit þegar ráðist var á þá fyrir utan barinn Monte Carlo um eitt að nóttu, samkvæmt ákæru. Ákærðu neita að hafa vitað að mennirnir hafi verið lögreglumenn og sögðust hafa verið að verja stúlku sem lögreglumennirnir voru að hafa afskipti vegna gruns um fíkniefnanotkun. Lögreglumennirnir voru óeinkennisklæddir. Sögðust ákærðu í mesta falli hafa ýtt aðeins við lögreglumönnunum en ekki hafa ráðist á þá. Himinn og haf var á milli vitnisburðar lögreglumannanna sem urðu fyrir árásinni og ákærðu. „Við kölluðum skýrt lögreglan og police,“ sagði einn lögreglumannanna, sem vankaðist eftir högg frá einum hinna ákærðu. Stúlka sem varð vitni að árásinni sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að högg eins ákærða hefði verið „áberandi fast“ og minnt á rothögg í boxi. „Ég get ekki staðhæft um skynjun annarra,“ sagði einn lögreglumannanna þegar hann útskýrði að einn ákærðu gæti varla hafa annað en tekið eftir því að þeir væru lögreglumenn. „Ég var með lögregluskilríki um hálsinn og sýndi þau,“ sagði lögreglumaðurinn. Lögmaðurinn sem hafði ýjað að því að misræmi væri í vitnisburði lögreglumannsins frá því skýrsla var tekin af honum hætti snögglega að spyrja um málið eftir þetta. „Þetta segir allt sem segja þarf,“ sagði Arngrímur Ísberg dómari þá. Einn ákærðu barði tvo lögreglumenn niður með þungum hnefahöggum, samkvæmt vitnisburði lögreglumannanna. Annar lögreglumannanna fékk högg á gagnaugað og vankaðist við það en félagi mannsins sem stóð skammt frá honum fékk högg á kinnina. Bæði höggin voru mjög þung og voru lögreglumennirnir með höfuðverk marga daga á eftir. „Þetta var töluvert sjokk,“ sagði einn lögreglumannanna um árásina. Lögreglumennirnir beittu kylfum og táragasi þegar þeir voru að yfirbuga mennina. Hjálp kom frá lögreglu skömmu síðar en mikill viðbúnaður var af hálfu lögreglunnar. Einn lögreglumannanna sagði mikinn ótta hafa skapast hjá fjölskyldu sinni eftir árásina og hann hefði sjálfur verið í áfalli. Lögreglumennirnir fengu áfallahjálp eftir árásina. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
„Ég man eftir því að þarna voru einhver læti en ég sá lítið,“ sagði félagi Litháanna þriggja fyrir dómi sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á fjóra lögreglumenn aðfaranótt 11. janúar með höggum og spörkum. Litháarnir gerðu allir lítið úr málinu og neituðu sök sem fram kemur í ákæru. Lögreglumennirnir eru í götuhópi fíkniefnadeildarinnar og voru að störfum við eftirlit þegar ráðist var á þá fyrir utan barinn Monte Carlo um eitt að nóttu, samkvæmt ákæru. Ákærðu neita að hafa vitað að mennirnir hafi verið lögreglumenn og sögðust hafa verið að verja stúlku sem lögreglumennirnir voru að hafa afskipti vegna gruns um fíkniefnanotkun. Lögreglumennirnir voru óeinkennisklæddir. Sögðust ákærðu í mesta falli hafa ýtt aðeins við lögreglumönnunum en ekki hafa ráðist á þá. Himinn og haf var á milli vitnisburðar lögreglumannanna sem urðu fyrir árásinni og ákærðu. „Við kölluðum skýrt lögreglan og police,“ sagði einn lögreglumannanna, sem vankaðist eftir högg frá einum hinna ákærðu. Stúlka sem varð vitni að árásinni sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að högg eins ákærða hefði verið „áberandi fast“ og minnt á rothögg í boxi. „Ég get ekki staðhæft um skynjun annarra,“ sagði einn lögreglumannanna þegar hann útskýrði að einn ákærðu gæti varla hafa annað en tekið eftir því að þeir væru lögreglumenn. „Ég var með lögregluskilríki um hálsinn og sýndi þau,“ sagði lögreglumaðurinn. Lögmaðurinn sem hafði ýjað að því að misræmi væri í vitnisburði lögreglumannsins frá því skýrsla var tekin af honum hætti snögglega að spyrja um málið eftir þetta. „Þetta segir allt sem segja þarf,“ sagði Arngrímur Ísberg dómari þá. Einn ákærðu barði tvo lögreglumenn niður með þungum hnefahöggum, samkvæmt vitnisburði lögreglumannanna. Annar lögreglumannanna fékk högg á gagnaugað og vankaðist við það en félagi mannsins sem stóð skammt frá honum fékk högg á kinnina. Bæði höggin voru mjög þung og voru lögreglumennirnir með höfuðverk marga daga á eftir. „Þetta var töluvert sjokk,“ sagði einn lögreglumannanna um árásina. Lögreglumennirnir beittu kylfum og táragasi þegar þeir voru að yfirbuga mennina. Hjálp kom frá lögreglu skömmu síðar en mikill viðbúnaður var af hálfu lögreglunnar. Einn lögreglumannanna sagði mikinn ótta hafa skapast hjá fjölskyldu sinni eftir árásina og hann hefði sjálfur verið í áfalli. Lögreglumennirnir fengu áfallahjálp eftir árásina.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira