Fræðasetur opnað 4. desember 2008 06:00 Líf spendýra í sjó lendir á fræðasviði á Húsavík. Í dag verður Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Húsavík formlega opnað. Starfsemi setursins hófst fyrir ári í bráðabirgðahúsnæði að Garðarsbraut 19, en flutti nýverið í nýtt og glæsilegt húsnæði að Hafnarstétt 3 (gamla Langaneshúsið). Þar hafa einnig aðsetur Þekkingarsetur Þingeyinga, Náttúrustofa Norðausturlands og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Áherslusvið Rannsókna- og fræðasetursins á Húsavík eru rannsóknir á sjávarspendýrum og lífríki sjávar. Forstöðumaður setursins er dr. Marianne Helene Rasmussen en hún hefur um tíu ára skeið unnið að rannsóknum á hljóðmyndun hnýðinga og annarra hvala, bæði við Íslandsstrendur og víða erlendis. Nýlega hóf Edda Elísabet Magnúsdóttir störf hjá setrinu þar sem hún vinnur að doktorsverkefni sínu og mun meðal annars rannsaka heilsársþéttleika og svæðaval hvala í Skjálfandaflóa. Rannsókna- og fræðasetrið á Húsavík er í samstarfi við St. Andrews háskólann í Skotlandi, en háskólarnir héldu sameiginlegt vettvangsnámskeið í rannsóknum á sjávarspendýrum í fyrsta skipti í september síðastliðnum. Setrið hefur sett sér metnaðarfull og raunsæ markmið í rannsóknum á sjávarspendýrum næstu árin, þar á meðal rannsóknir á fæðukeðju í Skjálfanda í samstarfi við Náttúrustofu Norðausturlands og Sjávarrannsóknasetrið Vör í Ólafsvík, frekari rannsóknir á hljóðmyndun hvala í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og danska, japanska og bandaríska vísindamenn, og rannsóknir á selum í samstarfi við Selasetrið á Hvammstanga. Opnun Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Húsavík er mikil lyftistöng fyrir rannsóknasamfélagið á Íslandi enda býður Norðausturland upp á gífurlega möguleika í rannsóknum á lífríki lands og sjávar. Milli kl. 15 og 16 gefst gestum og gangandi tækifæri til að skoða sig um í nýju húsakynnunum að Hafnarstétt 3, en formleg dagskrá hefst kl. 16.00. Þá verður lykillinn að húsnæðinu afhentur við hátíðlega athöfn.- pbb Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í dag verður Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Húsavík formlega opnað. Starfsemi setursins hófst fyrir ári í bráðabirgðahúsnæði að Garðarsbraut 19, en flutti nýverið í nýtt og glæsilegt húsnæði að Hafnarstétt 3 (gamla Langaneshúsið). Þar hafa einnig aðsetur Þekkingarsetur Þingeyinga, Náttúrustofa Norðausturlands og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Áherslusvið Rannsókna- og fræðasetursins á Húsavík eru rannsóknir á sjávarspendýrum og lífríki sjávar. Forstöðumaður setursins er dr. Marianne Helene Rasmussen en hún hefur um tíu ára skeið unnið að rannsóknum á hljóðmyndun hnýðinga og annarra hvala, bæði við Íslandsstrendur og víða erlendis. Nýlega hóf Edda Elísabet Magnúsdóttir störf hjá setrinu þar sem hún vinnur að doktorsverkefni sínu og mun meðal annars rannsaka heilsársþéttleika og svæðaval hvala í Skjálfandaflóa. Rannsókna- og fræðasetrið á Húsavík er í samstarfi við St. Andrews háskólann í Skotlandi, en háskólarnir héldu sameiginlegt vettvangsnámskeið í rannsóknum á sjávarspendýrum í fyrsta skipti í september síðastliðnum. Setrið hefur sett sér metnaðarfull og raunsæ markmið í rannsóknum á sjávarspendýrum næstu árin, þar á meðal rannsóknir á fæðukeðju í Skjálfanda í samstarfi við Náttúrustofu Norðausturlands og Sjávarrannsóknasetrið Vör í Ólafsvík, frekari rannsóknir á hljóðmyndun hvala í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og danska, japanska og bandaríska vísindamenn, og rannsóknir á selum í samstarfi við Selasetrið á Hvammstanga. Opnun Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Húsavík er mikil lyftistöng fyrir rannsóknasamfélagið á Íslandi enda býður Norðausturland upp á gífurlega möguleika í rannsóknum á lífríki lands og sjávar. Milli kl. 15 og 16 gefst gestum og gangandi tækifæri til að skoða sig um í nýju húsakynnunum að Hafnarstétt 3, en formleg dagskrá hefst kl. 16.00. Þá verður lykillinn að húsnæðinu afhentur við hátíðlega athöfn.- pbb
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira