Spila stanslaust og æfa aldrei 4. desember 2008 07:00 Rokkararnir í Agent Fresco hafa gefið út EP-plötuna Lightbulb Universe sem hefur að geyma sex lög. mynd/höskarinn Rokksveitin Agent Fresco, sem vann Músíktilraunir í vor og undankeppni Battle of the Bands fyrir skömmu, hefur gefið út EP-plötuna Lightbulb Universe. Á henni er lagið Eyes of a Cloud Catcher sem var það vinsælasta á X-inu í tvær vikur samfleytt í sumar. Strákarnir tóku plötuna upp alfarið sjálfir en njóta aðstoðar Kimi Records við dreifinguna. „Tóti gítarleikari er búinn að taka sjálfur upp í tvö ár með pro-tools. Nánast öll lögin voru búin til heima hjá honum með tölvu og gítar," segir söngvarinn Arnór Dan Arnarson. Agent Fresco er rétt að slíta barnsskónum því hún hóf störf í febrúar, vann Músíktilraunir í mars og eftir það tók við stanslaus spilamennska. „Við æfum aldrei. Það er ekki út af því að við erum svo góðir hljóðfæraleikarar heldur erum við bara alltaf að spila. Lögin eru búin að þróast á tónleikunum og þess vegna höfðum við meira sjálfstraust við að gefa þau út," segir Arnór. Til marks um þéttleika sveitarinnar fékk hún fullt hús stiga hjá breska rokktímaritinu Kerrang! fyrir frammistöðu sína á Airwaves-hátíðinni í haust. Þar var tónlistinni lýst sem hræringi af poppi, rokki, djassi og þungarokki; nokkurs konar blöndu af System of a Down og The Dillinger Escape Plan. Úrslitakvöld Battle of the Bands verður haldið í London 15. desember og stefnir Arnór vitaskuld á sigur. „Ég ætla að rústa keppninni og ætla að gefa mig 100% í þetta. Ég ætla að fara út til að koma Íslandi aftur á kortið." Síðustu tónleikar Agent Fresco fyrir Lundúnaferðina verða á Kaffibarnum í kvöld klukkan 21, þar sem nýja EP-platan verður að sjálfsögðu til sölu. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rokksveitin Agent Fresco, sem vann Músíktilraunir í vor og undankeppni Battle of the Bands fyrir skömmu, hefur gefið út EP-plötuna Lightbulb Universe. Á henni er lagið Eyes of a Cloud Catcher sem var það vinsælasta á X-inu í tvær vikur samfleytt í sumar. Strákarnir tóku plötuna upp alfarið sjálfir en njóta aðstoðar Kimi Records við dreifinguna. „Tóti gítarleikari er búinn að taka sjálfur upp í tvö ár með pro-tools. Nánast öll lögin voru búin til heima hjá honum með tölvu og gítar," segir söngvarinn Arnór Dan Arnarson. Agent Fresco er rétt að slíta barnsskónum því hún hóf störf í febrúar, vann Músíktilraunir í mars og eftir það tók við stanslaus spilamennska. „Við æfum aldrei. Það er ekki út af því að við erum svo góðir hljóðfæraleikarar heldur erum við bara alltaf að spila. Lögin eru búin að þróast á tónleikunum og þess vegna höfðum við meira sjálfstraust við að gefa þau út," segir Arnór. Til marks um þéttleika sveitarinnar fékk hún fullt hús stiga hjá breska rokktímaritinu Kerrang! fyrir frammistöðu sína á Airwaves-hátíðinni í haust. Þar var tónlistinni lýst sem hræringi af poppi, rokki, djassi og þungarokki; nokkurs konar blöndu af System of a Down og The Dillinger Escape Plan. Úrslitakvöld Battle of the Bands verður haldið í London 15. desember og stefnir Arnór vitaskuld á sigur. „Ég ætla að rústa keppninni og ætla að gefa mig 100% í þetta. Ég ætla að fara út til að koma Íslandi aftur á kortið." Síðustu tónleikar Agent Fresco fyrir Lundúnaferðina verða á Kaffibarnum í kvöld klukkan 21, þar sem nýja EP-platan verður að sjálfsögðu til sölu.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira