Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, mun eiga tvíhliða fund í Washington með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna þann 11. apríl næstkomandi.
Viðræður á grundvelli varnarsamkomulags Íslands og Bandaríkjanna munu fara fram á þeim fundi auk þess sem önnur tvíhliða mál ríkjanna verða rædd.
Einnig munu untanríkisráðherrarnir ræða samstarf kvenna í þeirri stétt. Þær Ingibjörg Sólrún og Rice kynntust einmitt á samstarfsvettvangi kvennutanríkisráðherra.
Upplýst var um heimsókn ráðherra til Washington eftir blaðamannafund hennar og Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, í Búkarest í Rúmeníu í kvöld. Þau eru stödd þar í borg vegna leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem þar er haldinn og hefst formlega í fyrramálið.