Undirbúa umfangsmiklar aðgerðir 2. apríl 2008 18:32 Stjórnvöld undirbúa umfangsmiklar aðgerðir í peningamálum á næstu dögum, samkvæmt heimildum Stöðvar tvö. Formenn stjórnarflokkanna funduðu um málið með bankastjórum Seðlabankans í gær, sem er meginástæða þess að þau komust ekki með áætlanaflugi á NATO fund í Búkarest og fóru með leiguflugi í morgun. Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra komu til Búkarestar í Rúmeníu í morgun og hafa þar verið á fundum mestallan eftirmiðdaginn. En í gær funduðu þau með bankastjórn Seðlabankans eftir ríkisstjórnarfund sem forsætisráðuneytið segir að hafi verið "mikilvægur". Á fundunum voru, samkvæmt heimildum Stöðvar tvö, ræddar yfirvofandi aðgerðir í peningamálum. Ráðherrarnir tveir hafa undanfarið gefið sterklega í skyn hvers konar aðgerðir það geti verið. Geir Haarde segir þannig í við breska blaðið Financial Times í dag að stjórnvöld séu reiðubúin til að grípa inn í gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði í því skyni að refsa alþjóðlegum vogunarsjóðum, sem hafi staðið fyrir árás á fjármálakerfi landsins. Sérfræðingar sem Stöð tvö hefur rætt við segja afar ólíklegt að farið verði í umfangsmikil uppkaup á skuldabréfum eða hlutabréfum. Hins vegar vinna menn nú yfirvinnu í Seðlabankanum við að undirbúa samninga um aðgang að lausafé í erlendri mynt. Í myndinni er að þar komi við sögu samningar við norrænu seðlabankana - sem eru reyndar fyrir hendi frá fyrri tíð - og við evrópska seðlabankann og Englandsbanka. Hér er um gríðarlegar upphæðir að ræða - en eins og sjá má af viðtalinu við Geir í Financial Times þá líta stjórnvöld á þetta sem glímu við spákaupmenn og skortsala, glímu sem íslensk stjórnvöld ætla að vinna. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Stjórnvöld undirbúa umfangsmiklar aðgerðir í peningamálum á næstu dögum, samkvæmt heimildum Stöðvar tvö. Formenn stjórnarflokkanna funduðu um málið með bankastjórum Seðlabankans í gær, sem er meginástæða þess að þau komust ekki með áætlanaflugi á NATO fund í Búkarest og fóru með leiguflugi í morgun. Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra komu til Búkarestar í Rúmeníu í morgun og hafa þar verið á fundum mestallan eftirmiðdaginn. En í gær funduðu þau með bankastjórn Seðlabankans eftir ríkisstjórnarfund sem forsætisráðuneytið segir að hafi verið "mikilvægur". Á fundunum voru, samkvæmt heimildum Stöðvar tvö, ræddar yfirvofandi aðgerðir í peningamálum. Ráðherrarnir tveir hafa undanfarið gefið sterklega í skyn hvers konar aðgerðir það geti verið. Geir Haarde segir þannig í við breska blaðið Financial Times í dag að stjórnvöld séu reiðubúin til að grípa inn í gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði í því skyni að refsa alþjóðlegum vogunarsjóðum, sem hafi staðið fyrir árás á fjármálakerfi landsins. Sérfræðingar sem Stöð tvö hefur rætt við segja afar ólíklegt að farið verði í umfangsmikil uppkaup á skuldabréfum eða hlutabréfum. Hins vegar vinna menn nú yfirvinnu í Seðlabankanum við að undirbúa samninga um aðgang að lausafé í erlendri mynt. Í myndinni er að þar komi við sögu samningar við norrænu seðlabankana - sem eru reyndar fyrir hendi frá fyrri tíð - og við evrópska seðlabankann og Englandsbanka. Hér er um gríðarlegar upphæðir að ræða - en eins og sjá má af viðtalinu við Geir í Financial Times þá líta stjórnvöld á þetta sem glímu við spákaupmenn og skortsala, glímu sem íslensk stjórnvöld ætla að vinna.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira