Innlent

Sektaðir fyrir að vera með hass í bílnum

Tveir piltar voru dæmdir í Héraðsdómi Norðulands eystra í dag til sektar fyrir að hafa haft hass í bifreið sinni sem þeir óku á of miklum hraða. Piltarnir mættu ekki fyrir dóm og var sú fjarvist metin til játningar í málinu.

Annar piltanna sem keyrði bifreiðina var dæmdur fyrir umferðarlagabrot en hann keyrði á 79 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er leyfilegur 50 kílómetrar á klukkustund.

Þegar lögreglan stöðvaði piltana fundust 2,67 grömm af hassi í bifreiðinni. Annar piltanna þarf að greiða 30.000 króna sekt og hinn 60.000 króna sekt. Upptæk voru gerð til ríkissjóðs 2,67 grömm af hassi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×