Innlent

Vill fara yfir brunaskýrslu í borgarráði

MYND/Pjetur

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, hefur farið fram á það að ný skýrsla Brunamálastofnunar um brunann í miðborg Reykjavíkur í fyrra verið kynnt í borgarráði sem fyrst.

Eins og fram hefur komið í fréttum var eldveggur sem átti að vera á milli Austurstrætis 22 og Lækjargötu 2 ekki til staðar þegar húsin brunnu til kaldra kola. Er slíkt talið brot á byggingarreglugerð.

Í tilkynningu frá Degi kemur fram að hann hafi sent borgarstjóra og formanni borgarráðs ósk um kynningu á skýrslunni. Bendir hann á að í henni komi fram fjölmargar athugasemdir og ábendingar varðandi tildrög og eftirleik brunans við Læjartorg í apríl 2007. Ef marka megi fréttir fjölmiðla sé auk þess gagnrýnt að of mikið og ótímabært niðurrif rústanna hafi hugsanlega skaðað rannsókn á upptökum eldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×