Innlent

Ökumenn þurftu aðstoð á Reykjanesbraut í nótt

Lögreglan á Suðurnesjum hefur þurft að aðstoða þó nokkra ökumenn í nótt þar sem þeir hafa fest bíla sína.

Þæfingur var á Reykjanesbrautinni snemma í morgun en verið er að hreinsa hana. Að minnsta kosti einn bíll fór þar útaf í morgun, en engin slasaðist.

Sumstaðar hefur dregið í skafla suðvestanlands, en ekki er vitað um alvarleg vandræði vegna þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×