Þetta er bara músik 31. júlí 2008 06:00 Ómar Guðjónsson fer „Fram af“ á nýrri sólóplötu. Fréttablaðið/arnþór Ómar Guðjónsson, yngri bróðir saxófónleikarans Óskars, hefur gefið út aðra plötuna sína, Fram af. „Á fyrstu plötunni var saxófónninn hjá Óskari í forgrunni en nú hef ég losnað við hækjuna og gítarinn er orðinn aðalröddin," segir Ómar. Hann hefur komið víða við og segist vera djassisti sem vill vera poppstjarna. „Maður hefur köllun og músiklegar þarfir sem þarf að fullnægja. Ég söng í hljómsveitinni Ebeneser á sínum tíma. Við tókum þátt í Músiktilraunum og komumst í úrslit og allt. Bakgrunnurinn hjá mér er Hendrix og Led Zeppelin og slík tónlist, en í djassinum fann ég að ég mátti gera hvað sem er. Maður gat tjáð sig frá A-Ö í lögunum. Það voru engar hömlur. Því meira sem ég kemst út fyrir rammann því betur líður mér." Ómar segist tjá sig með gítarnum í stað þess að reyna að tjá sig í söng. Hann segir þó að allt geti gerst: „Ég gæti þess vegna verið farinn að syngja með rokkbandi eftir fimm ár." Fram af er tríóplata. Með Ómari spila þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Platan var tekin upp í Heita pottinum í mars. „Ég lít ekki á þetta sem djassplötu," segir Ómar. „Þetta er bara músik fyrir mér. Ég leyfi öðrum að skilgreina hana betur." - glh Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Ómar Guðjónsson, yngri bróðir saxófónleikarans Óskars, hefur gefið út aðra plötuna sína, Fram af. „Á fyrstu plötunni var saxófónninn hjá Óskari í forgrunni en nú hef ég losnað við hækjuna og gítarinn er orðinn aðalröddin," segir Ómar. Hann hefur komið víða við og segist vera djassisti sem vill vera poppstjarna. „Maður hefur köllun og músiklegar þarfir sem þarf að fullnægja. Ég söng í hljómsveitinni Ebeneser á sínum tíma. Við tókum þátt í Músiktilraunum og komumst í úrslit og allt. Bakgrunnurinn hjá mér er Hendrix og Led Zeppelin og slík tónlist, en í djassinum fann ég að ég mátti gera hvað sem er. Maður gat tjáð sig frá A-Ö í lögunum. Það voru engar hömlur. Því meira sem ég kemst út fyrir rammann því betur líður mér." Ómar segist tjá sig með gítarnum í stað þess að reyna að tjá sig í söng. Hann segir þó að allt geti gerst: „Ég gæti þess vegna verið farinn að syngja með rokkbandi eftir fimm ár." Fram af er tríóplata. Með Ómari spila þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Platan var tekin upp í Heita pottinum í mars. „Ég lít ekki á þetta sem djassplötu," segir Ómar. „Þetta er bara músik fyrir mér. Ég leyfi öðrum að skilgreina hana betur." - glh
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“