Enski boltinn

Redknapp sagður eiga í viðræðum við Ashley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Fréttastofa Sky sjónvarpsstöðvarinnar heldur því fram að Harry Redknapp eigi nú í viðræðum við Mike Ashley, eiganda Newcastle.

Redknapp mun hafa aflýst blaðamannafundi sem hann heldur alltaf á föstudögum í höfuðstöðvum Portsmouth þar sem hann er nú knattspyrnustjóri.

Redknapp hefur ítrekað neitað þeim orðrómi að hann sé að fara til Newcastle en í The Sun í dag er Mike Ashley sagður reiðubúinn að bjóða honum fimm milljónir punda í árslaun, fimmfalt það sem hann er með í laun í dag.

Þá segir einnig í fréttinni að Redknapp muni fá einkaþotu til afnota til þess að koma sér á milli heimili síns á suðurströnd Englands og Newcastle sem er ekki langt frá landamærunum við Skotland.

Ashley mun einnig vera reiðubúinn að láta talsvert af fjármunum í leikmannakaup og borga Portsmouth þrjár milljónir fyrir að leysa Redknapp undan samningi sínum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×