Fordæmdu pyntingar Bandaríkjamanna 6. febrúar 2008 13:58 MYND/GVA Þingmenn allra flokka fordæmdu í dag pyntingar Bandaríkjamanna í Guantanamo-búðunum og farið var fram á að tillaga Vinstri - grænna um yfirlýsingar frá Alþingi þessa efnis yrði hraðað í gegnum þingið. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri - grænna, kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins og benti á að yfirmenn CIA hefðu viðurkennt að hafa beitt fanga svokölluðum vatnspyntingum. Minnti hann á að CIA hefði eytt sönnunargögnum yfir um óhefðbundnar yfirheyrsluaðferðir á föngum. Benti hann á að í utanríkismálanefnd biði tillaga um að Alþingi fordæmdi mannréttindabrot Bandaríkjamanna og hvetti Bandaríkjamenn til að loka búðunum í Guantanamo. Beindi hann orðum sínum til formanns og varaformanns utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra og sagði það myndarbrag að Alþingi ræki af sér slyðruorðið þar sem þessu athæfi væri mótmælt og hvatt yrði til þess að loka Guantanamo-búðunum. Full ástæða til að flýta vinnu við tillögu Vg Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar, sagði sorglegt að Bandaríkjamenn hefðu með rekstri búðanna í Guantamo skorist úr leik lýðræðisþjóða. Taldi hann mikilvægt að Alþingi álykaði um stöðu mála í Guantanamo. Benti hann á að þegar tillaga Vinstri - grænna hefði verið rædd á þingi hefði verið um hana samstaða og hann teldi fulla ástæðu til að flýta vinnu við hana í utanríkismálanefnd. Það yrðu að koma skýr skilaboð um að Alþingi liði ekki vinnubrögðin í Guantanamo. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði mannréttindi hafa verið höfð í öndvegi hjá íslenskum stjórnvöldum og Íslendingar fordæmdu allar pyntingar hefðu þær átt sér stað. Baráttan gegn alþjóðlegum hryðjuverkum yrði að fara eftir alþjóðlegum reglum. Sagðist hún gera ráð fyrir að tillaga Vg færi sína leið en ítrekaði að íslensk stjórnvöld settu mannréttindi í öndvegi og hvettu alla til að virða þau. Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagðist ánægður með að talsmenn allra floka væru óánægðir með þau mannréttindabrot sem fram færu í Guantanmo-búðunum. Með því að fordæma búðirnar væri verið taka undir með alþjóðalsamtökum lögmanna um að alþjóðasamningar væru brotnir og fangabúðirnar reknar án dóms og laga. Sagði hann að afgreiða yrði tillögu Vg sem allra fyrst. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði ekkert réttlæta að mönnum væri haldið án dóms og laga í Guantanamo. Íslendingar væru ekki fjölmennir en rödd þeirra væri sterk og íslensk stjórnvöld ættu að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að búðunum yrði lokað. Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Þingmenn allra flokka fordæmdu í dag pyntingar Bandaríkjamanna í Guantanamo-búðunum og farið var fram á að tillaga Vinstri - grænna um yfirlýsingar frá Alþingi þessa efnis yrði hraðað í gegnum þingið. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri - grænna, kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins og benti á að yfirmenn CIA hefðu viðurkennt að hafa beitt fanga svokölluðum vatnspyntingum. Minnti hann á að CIA hefði eytt sönnunargögnum yfir um óhefðbundnar yfirheyrsluaðferðir á föngum. Benti hann á að í utanríkismálanefnd biði tillaga um að Alþingi fordæmdi mannréttindabrot Bandaríkjamanna og hvetti Bandaríkjamenn til að loka búðunum í Guantanamo. Beindi hann orðum sínum til formanns og varaformanns utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra og sagði það myndarbrag að Alþingi ræki af sér slyðruorðið þar sem þessu athæfi væri mótmælt og hvatt yrði til þess að loka Guantanamo-búðunum. Full ástæða til að flýta vinnu við tillögu Vg Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar, sagði sorglegt að Bandaríkjamenn hefðu með rekstri búðanna í Guantamo skorist úr leik lýðræðisþjóða. Taldi hann mikilvægt að Alþingi álykaði um stöðu mála í Guantanamo. Benti hann á að þegar tillaga Vinstri - grænna hefði verið rædd á þingi hefði verið um hana samstaða og hann teldi fulla ástæðu til að flýta vinnu við hana í utanríkismálanefnd. Það yrðu að koma skýr skilaboð um að Alþingi liði ekki vinnubrögðin í Guantanamo. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði mannréttindi hafa verið höfð í öndvegi hjá íslenskum stjórnvöldum og Íslendingar fordæmdu allar pyntingar hefðu þær átt sér stað. Baráttan gegn alþjóðlegum hryðjuverkum yrði að fara eftir alþjóðlegum reglum. Sagðist hún gera ráð fyrir að tillaga Vg færi sína leið en ítrekaði að íslensk stjórnvöld settu mannréttindi í öndvegi og hvettu alla til að virða þau. Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagðist ánægður með að talsmenn allra floka væru óánægðir með þau mannréttindabrot sem fram færu í Guantanmo-búðunum. Með því að fordæma búðirnar væri verið taka undir með alþjóðalsamtökum lögmanna um að alþjóðasamningar væru brotnir og fangabúðirnar reknar án dóms og laga. Sagði hann að afgreiða yrði tillögu Vg sem allra fyrst. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði ekkert réttlæta að mönnum væri haldið án dóms og laga í Guantanamo. Íslendingar væru ekki fjölmennir en rödd þeirra væri sterk og íslensk stjórnvöld ættu að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að búðunum yrði lokað.
Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira