Dæmdir fyrir að smygla 700 grömmum af kókaíni 26. júní 2008 13:00 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fimm karlmenn í fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 700 grömmum af sterku kókaíni. Samtals voru mennirnir dæmdir í rúmlega sex ára fangelsi, þyngstu dómarnir voru tveggja ára fangelsi en vægasti dómurinn var hálft ár. Sex voru ákærðir í málinu en sá sjötti var sýknaður. Anton Kristinn Þórarinsson fékk tveggja ára dóm og er hann sagður aðalmaðurinn á bakvið innflutninginn. Jón Halldór Arnarson er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin með Antoni um innflutninginn og tók hann að sér að annast samskipti við þá sem fengnir voru til að smygla efninu og taka á móti því hér á landi. Hann fékk einnig tveggja ára dóm. Kókaíninu var smyglað til landsins frá Kaupmannahöfn í tveimur ferðum sem farnar voru í byrjun október. Efnið var í bæði skiptin keypt í Hollandi. Ingþór Halldórsson og Ómar Vagn Snævarsson tóku að sér að fara til Hollands og ná í hluta efnanna og smygla þeim frá Kaupmannahöfn og Guðmundur Smárason gerði slíkt hið sama. Guðmundur var dæmdur í 12 mánaða fangelsi, Ingþór í sex mánuði og Ómar Vagn í 9 mánaða fangelsi. Sjötti maðurinn var ákærður fyrir að hafa milligöngu í málinu en hann var sýknaður í héraðsdómi. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. Þrír hinna ákærðu, þeir Guðmundur, Ómar Vagn og Ingþór játuðu sök í málinu. Jón Halldór játaði einnig sök að öðru leyti en því að hann kvaðst ekki hafa komið að skipulagningu og fjármögnun innflutningsins. Anton neitaði hins vegar alfarið sök í málinu og engin hinna bar hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa“ að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum. Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fimm karlmenn í fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 700 grömmum af sterku kókaíni. Samtals voru mennirnir dæmdir í rúmlega sex ára fangelsi, þyngstu dómarnir voru tveggja ára fangelsi en vægasti dómurinn var hálft ár. Sex voru ákærðir í málinu en sá sjötti var sýknaður. Anton Kristinn Þórarinsson fékk tveggja ára dóm og er hann sagður aðalmaðurinn á bakvið innflutninginn. Jón Halldór Arnarson er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin með Antoni um innflutninginn og tók hann að sér að annast samskipti við þá sem fengnir voru til að smygla efninu og taka á móti því hér á landi. Hann fékk einnig tveggja ára dóm. Kókaíninu var smyglað til landsins frá Kaupmannahöfn í tveimur ferðum sem farnar voru í byrjun október. Efnið var í bæði skiptin keypt í Hollandi. Ingþór Halldórsson og Ómar Vagn Snævarsson tóku að sér að fara til Hollands og ná í hluta efnanna og smygla þeim frá Kaupmannahöfn og Guðmundur Smárason gerði slíkt hið sama. Guðmundur var dæmdur í 12 mánaða fangelsi, Ingþór í sex mánuði og Ómar Vagn í 9 mánaða fangelsi. Sjötti maðurinn var ákærður fyrir að hafa milligöngu í málinu en hann var sýknaður í héraðsdómi. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. Þrír hinna ákærðu, þeir Guðmundur, Ómar Vagn og Ingþór játuðu sök í málinu. Jón Halldór játaði einnig sök að öðru leyti en því að hann kvaðst ekki hafa komið að skipulagningu og fjármögnun innflutningsins. Anton neitaði hins vegar alfarið sök í málinu og engin hinna bar hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa“ að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum.
Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent