Spielberg syrgir Crichton 7. nóvember 2008 04:30 Rithöfundurinn heimsfrægi lést úr krabbameini, 66 ára gamall. nordicphotos/gettyimages. Leikstjórinn Steven Spielberg syrgir mjög rithöfundinn Michael Crichton, sem samdi skáldsögurnar Jurassic Park og The Lost World sem Spielberg kvikmyndaði við frábærar undirtektir. Chricton lést á þriðjudaginn úr krabbameini 66 ára að aldri. „Hæfileikar Michaels voru ennþá umfangsmeiri en hans eigin risaeðlur í Jurassic Park," sagði Spielberg. „Hann var bestur í því að blanda saman vísindum og stórum málefnum og í hans meðförum var það trúverðugt að risaeðlur gengu um jörðina á nýjan leik. Michael var rólynd sál sem notaði hina áberandi hlið sína í skáldsögur sínar. Það mun engum takast að fylla skarð hans." Crichton, sem fæddist í Chicago, samdi sínar fyrstu bækur á meðan hann var í læknanámi í Harvard. Sama ár og hann útskrifaðist, 1969, kom út fyrsta metsölubók hans, The Andromeda Strain. Sú bók var kvikmynduð rétt eins og aðrar bækur hans á borð við Congo, Rising Sun og Disclosure. Chrichton samdi einnig handritið að myndinni Twister, auk þess sem hann var höfundur læknaþáttanna ER sem njóta ennþá mikilla vinsælda. Vann hann til fjölda Emmy-verðlauna fyrir þættina. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikstjórinn Steven Spielberg syrgir mjög rithöfundinn Michael Crichton, sem samdi skáldsögurnar Jurassic Park og The Lost World sem Spielberg kvikmyndaði við frábærar undirtektir. Chricton lést á þriðjudaginn úr krabbameini 66 ára að aldri. „Hæfileikar Michaels voru ennþá umfangsmeiri en hans eigin risaeðlur í Jurassic Park," sagði Spielberg. „Hann var bestur í því að blanda saman vísindum og stórum málefnum og í hans meðförum var það trúverðugt að risaeðlur gengu um jörðina á nýjan leik. Michael var rólynd sál sem notaði hina áberandi hlið sína í skáldsögur sínar. Það mun engum takast að fylla skarð hans." Crichton, sem fæddist í Chicago, samdi sínar fyrstu bækur á meðan hann var í læknanámi í Harvard. Sama ár og hann útskrifaðist, 1969, kom út fyrsta metsölubók hans, The Andromeda Strain. Sú bók var kvikmynduð rétt eins og aðrar bækur hans á borð við Congo, Rising Sun og Disclosure. Chrichton samdi einnig handritið að myndinni Twister, auk þess sem hann var höfundur læknaþáttanna ER sem njóta ennþá mikilla vinsælda. Vann hann til fjölda Emmy-verðlauna fyrir þættina.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira