Enski boltinn

Verður erfitt að halda Owen hjá Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Owen, leikmaður Newcastle.
Michael Owen, leikmaður Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að það verður mjög erfitt fyrir félagið að ætla sér að halda Michael Owen hjá félaginu þegar tímabilinu lýkur.

Núverandi samningur Owen við Newcastle rennur út í lok tímabilsins sem þýðir að honum verður frjálst eftir áramót að ræða við önnur lið.

Mikil óvissa ríkir um framtíðarhorfur Newcastle þessar vikurnar þar sem félagið er til sölu og Kinnear var ekki ráðinn nema til eins mánuðs í einu.

Chelsea var nýlega orðað við Owen en Kinnear segir að Owen muni sjálfsagt geta valið á milli allra stórliðanna.

„Það er mjög skiljanlegt að önnur félög skuli hafa áhuga á Owen. Hann er 28 ára gamall og afar hæfileikaríkur markaskorari. Staða hans er mjög góð og miklu betri en staða félagsins," sagði Kinnear.

Owen er einnig sagður áhugasamur um að finna sér nýtt félag til þess að koma sér aftur í enska landsliðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×